Brotnaði í þúsund mola

Blöðruhundurinn fór í þúsund mola.
Blöðruhundurinn fór í þúsund mola. AFP

Einn af frægum blöðruhundum listamannsins Jeff Koons féll í gólfið á listasýningu í Miami í Flórída á dögunum. Hundurinn, sem gerður var úr gleri, brotnaði í þúsund mola en hann er metinn á 42 þúsund bandaríkjadali, eða rúmar sex milljónir króna.

Forvitinn safnari sem fékk boð á sérstaka forsýningu á Bel-Air Fine Art-safninu hreyfði við hundinum með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. 

„Ég sá þessa konu þarna, og hún var að banka í skúlptúrinn, síðan datt hann í gólfið og brotnaði í þúsund mola,“ sagði listamaðurinn Stepgen Gamson í viðtali við bandarískan miðil. 

Einn gestanna náði myndband af starfsmönnum safnsins sópa upp brotunum. „Ég trúi ekki að einhver myndi ýta þessu í gólfið,“ heyrist rödd segja í bakgrunni. 

Koons var ekki viðstaddur þegar atvikið átti sér stað en talsmaður Bel-Air Fine Art sagði að trygging safnsins myndi dekka kostnaðinn. Hann sagði enn fremur að konan hafi ekki ætlað sér að brjóta skúlptúrinn. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka