Law & Order-stjarna látin

Richard Belzer er látinn.
Richard Belzer er látinn.

Bandaríski leikarinn Richard Belzer er látinn 78 ára að aldri. Belzer var hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk rannsóknarlögreglunnar Johns Munch í þáttunum Homicide: Life on the Street og Law & Order: Special Victims Unit. 

Leikarinn lést snemma á sunnudagsmorgun á heimili sínum í Bozouls í Frakklandi. Rithöfundurinn og vinur Belzers, Bill Scheft, sagði Hollywood Reporter frá andlátinu. Sagði hann Belzer hafa glímt við mikil veikindi og að síðustu orð hans hefðu verið: „Fokkaðu þér, andskoti“ (e. fuck you, motherfucker).

Fyrsta kvikmynd Belzers var The Groove Tube sem kom út árið 1974. 

Persóna hans Munch kom fyrst fyrir í fyrsta þætti Homicide árið 1993 og í síðasta skipti á Law & Order: SVU árið 2016. Auk þessa tveggja þáttaraða lék hann í átta öðrum þáttaröðum. 

Belzer kvæntist þrisvar. Gail Susan Ross kvæntist hann árið 1966. Þau skildu 1973. Árið 1976 gekk hann að eiga Dailu Danoch en þau skildu tveimur árum síðar. Síðast kvæntist hann Harlee McBride árið 1985 og lifir hún eiginmann sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka