Áfangasigur fyrir Baldwin

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Saksóknari í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hefur látið niður falla hluta ákæru gegn leikaranum Alec Baldwin. Er það sá hluti er snýr að skotvopnaburði. Ef Baldwin hefði verið sakfelldur fyrir að handleika skotvopnið hefði hann átt yfir höfði sér lengri fangelsisdóm. 

Málið varðar andlát tökumannsins Halynu Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust í október 2021.

Á 18 mánaða fangelsi yfir höfði sér

Baldwin er samt sem áður ákærður í tveimur liðum fyrir manndráp af gáleysi og á yfir höfði sér allt að 18 mánaða fangelsi verði hann sakfelldur.

Ef hann hefði verið sakfelldur fyrir að bera skotvopnið hefði það þýtt að minnsta kosti fimm ára fangelsisvist til viðbótar. 

Saksóknarinn Heather Brewer í Santa Fe sagði að embættið hefði ákveðið að láta þennan hluta falla niður til að forðast það að málið drægist á langinn. 

Leikstjóri Rust, Joel Souza, varð einnig fyrir skoti í tökum. Hann særðist og var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar