Bróðir Hayden Panettiere látinn

Síðasta myndin sem Rane deildi af þeim systkinunum.
Síðasta myndin sem Rane deildi af þeim systkinunum. Skjáskot/Instagram

Jansen Panettiere, bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere, er látinn 28 ára að aldri. Lést hann um helgina í New York í Bandaríkjunum. 

Var hann listamaður og gekk undir listamannsnafninu RANE. 

Dánarorsök er ekki kunn, en lögregla í New York sagði bandaríska slúðurmiðlinum TMZ að ekki sé talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Hringt var á lögreglu um klukkan 17:30 að staðartíma. 

Leikkonan hefur ekki tjáð sig um fráfall bróður síns að svo stöddu. Systkinin voru náin og deildi hann síðast mynd af þeim undir lok janúar þar sem sjá mátti hana klippa hár hans. 

RANE fylgdi í upphafi ferils síns í fótspor systur sinnar. Fór hann með hlutverk í myndunum Even Stevens, Blue's Clues, Robeot og talaði hann einnig inn á Ice Age: The Melt Down. Unnu þau saman að þremur myndum, Tiger Cruise árið 2004, Racing Stripes árið 2005 og The Forger árið 2011. Seinna sneri hann sér að myndlistinni sem átti hug hans allan síðustu ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach