Giftu sig aftur

Mama June gifti sig aftur um helgina.
Mama June gifti sig aftur um helgina. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan June Shannon, betur þekkt sem Mama June, og Justin Stroud gengu aftur í hjónaband um helgina. Tæplega ár er liðið síðan þau giftu sig í fyrsta sinn. 

Hjónin giftu sig fyrir framan fjölskyldu og vini í Flórída í Bandaríkjunum um helgina. Page Six greinir frá.

Giftu sig á einstökum stað

Fyrst þegar þau gengu í það heilaga gerðu þau það í leyni, hjá sýslumanni í Georgíuríki. 

„Þetta var í fyrsta skipti sem öll fjölskyldan kom saman síðan árið 2014,“ sagði brúðurin um brúðkaupið. „Það var svo einstakt að geta gift sig á stað sem við fjölskyldan eigum svona miklar minningar um,“ sagði Mama June sem er hvað þekktust fyrir raunveruleikaþættina Mama June: From Hot to Not. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar