Jenner komin með óþekkan elskhuga

Kendall Jenner og Bad Bunny hafa sést saman.
Kendall Jenner og Bad Bunny hafa sést saman. Samsett mynd

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner er sögð komin með nýjan kærasta. Jenner sást yfirgefa veitingastað á laugardagskvöldið rétt eins og tónlistarmaðurinn Bad Bunny. Jenner og Óþekka kanínan, eins og þýða mætti listamannsnafn Benitos Ant­onios Martín­ez Ocasios, eru sögð vera að stinga saman nefjum. 

Kardashian-stjarnan og Bad Bunny voru á veitingastaðnum Wally's í Beverly Hills í Kaliforníu þegar þau voru gripin glóðvolg að því er fram kemur á vef TMZ. Þau voru ekki einu stjörnurnar á staðnum en sama kvöld voru þar einnig hjónin Justin og Hailey Bieber og er talið að pörin tvö hafi verið á tvöföldu stefnumóti. 

Talsmenn stjarnanna vildu ekki tjá sig um samband þeirra. Jenner hætti með kærasta sínum körfuboltakappanum Devin Booker í nóvember en aðalástæðan var sú að mikið var að gera hjá þeim. Rapparinn Bad Bunny er frá Pú­er­tó Ríkó. Hann var sá listamaður sem þénaði mest í heiminum á tónleikahaldi í fyrra. 

Bad Bunny á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar.
Bad Bunny á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar. AFP/VALERIE MACON
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka