Eric R. Holder Jr. sem var sakfelldur á síðasta ári fyrir að hafa ráðið rapparann Nipsey Hussle af dögum árið 2019 hefur verið dæmdur til að afplána 60 ára fangelsisvist.
BBC greinir frá.
Holder Jr skaut Hussle til bana fyrir utan fataverslun í eigu Hussle í borginni Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2019 og skaut einnig tvo viðstadda menn sem særðust en hlutu ekki bana af. Stuttu áður höfðu þeir Holder og Hussle tekist á sem endaði með því að Holder skaut hann.
Holder og Hussle voru í sama gengi í Los Angeles og hafði Holder viðurkennt að hafa áður reynt að myrða Hussle. Holder var sakfelldur fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps og komst dómari í málinu að þeirri niðurstöðu í dag að hann skyldi sæta 60 ára fangelsisvist.
Hussle vann til tveggja Grammy verðlauna eftir andlát sitt og átti tvö börn með leikkonunni Lauren London.