Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Löngunin til að taka þátt í keppninni hafði ekki komið fyrr en einmitt núna, en þeir telja sig vera með gott lag til að kynna fyrir nýjum áheyrendum.
Langi Seli og Skuggarnir stíga á svið á laugardagskvöld, 25. febrúar.
Hvað er Eurovision í ykkar huga?
„Samtal milli þjóða gegnum tónlist og góð fjölskylduskemmtun.“
Hefur ykkur alltaf langað til að keppa í Söngvakeppninni?
„Nei ekki fyrr en núna.“
Af hverju ákváðuð þið gera það í ár?
„Við teljum okkur vera með gott lag til að kynna fyrir nýjum áheyrendum og svo langar okkur að prófa eitthvað sem við höfum ekki gert áður.“
Hver er ykkar fyrsta Eurovision-minning?
„Dana, All kinds of everything 1970 og Waterloo með ABBA.“
Hvert er ykkar uppáhalds Eurovision-lag?
„Waterloo með ABBA.“
Hvert er flottasta Eurovision-dress allra tíma?
Úff hér getum við ekki komið okkur saman um eitthvað eitt dress, kannski Kate Miller Ástralía 2019.“
Hvað er það við ykkar lag sem sker sig úr frá öðrum lögum Söngvakeppninnar í ár?
„Eiginlega allt, grúvið, formið og hljóðheimurinn.“
Hvernig hélduð þið upp á Eurovision á síðasta ári?
„Heima með fjölskyldum, popp og kók.“
Hvaða Eurovision-lag væruð þið líklegir til að syngja hástöfum í karíókí saman?
„Nína, Eitt lag enn, Waterloo, og kannski Euphoria.“