Nanna án OMAM á Airwaves

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir kemur í fyrsta sinn fram undir nafni …
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir kemur í fyrsta sinn fram undir nafni sólóverkefnis síns NaNNa.

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, hyggst koma fram í fyrsta skipti á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves undir nafni sólóverkefnis síns, NaNNa. 

Iceland Airwaves tilkynnti í dag fyrstu nöfn þeirra hljómsveita sem munu leggja leið sína til Reykjavíkur og spila á hátíðinni í nóvember 2023. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein mikilvægasta tónleikahátíð Evrópu þegar kemur að því að finna upprennandi stórstjörnur, bæði íslenskar og erlendar.

Erlendir tónlistarunnendur, virtustu gagnrýnendur heims og lykilfólk innan tónlistarsenunnar hefur flykkst í miðbæinn í áratugi til þess að upplifa þá einstöku stemningu sem Iceland Airwaves býður upp á. Breska tónlistartímaritið NME kallaði hátíðina til að mynda nýlega „þá sérstökustu í heimi, hátíð sem kallar mann alltaf til baka.“

22 listamenn kynntir í dag

Þá kemur fjöllistakonan Salka Valsdóttir fram, bæði undir nafninu Neonme og einnig með sinni þjóðþekktu sveit, Daughters of Reykjavík. 

Síðan bætast við rokkdúettinn Myrkvi, popplagahöfundurinn Kristín Sesselja, rapparinn Daniil, raftónlistardúóið ClubDub og kánttrískotna tríóið Lón, sem stofnað var af einum ástsælasta tónlistarmanni landsins, Valdimari Guðmundssyni.

Tilkynnt í dag, í stafrófsröð:

Balming Tiger, Blondshell, Cassia, Clubdub, Daniil, FETISH, Fran Vasilic, Gallus, Kristin Sesselja, Kneecap, Lime Garden, Lón, Love'n'joy, Myrkvi, Nanna, Neonme, Squid, The Goa Express, The Haunted Youth, Trentemøller, Whispering Sons, Yard Act.

Salka Valsdóttir.
Salka Valsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar