„Ég varð alveg orðlaus og himinlifandi!“

Sigga Ózk elskar Eurovision.
Sigga Ózk elskar Eurovision. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Allt frá því að Sigga Ózk var barn langaði hana til að taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. Nú lætur hún drauminn verða að veruleika, en Klara Elías hringdi í hana og sagðist vilja fá hana til þess að flytja lag hennar. Sigga segist hafa orðið alveg orðlaus en að sjálfsögðu slegið til.

Sigga Ózk flytur lagið Gleyma þér og dansa á laugardaginn, 25. febrúar.

Hver ert þú og hvað gerir þú?

„Ég heiti Sigga Ózk. Ég er að starfa sem tónlistar-, söngkona og leikkona.“

Hvað er Eurovisi­on í þínum huga?

„Skemmtilegasta samkoma ársins!!!!!“

Hefur þig alltaf langað til að keppa í Söngvakeppninni?

„Já síðan ég var barn!“

Af hverju ákvaðstu að gera það í ár?

„Klara Elías hringdi í mig og sagðist vilja fá mig og ég varð alveg orðlaus og himinlifandi!“

Hver er þín fyrsta Eurovisi­on-minn­ing?

„Sterkasta fyrsta Euro-minningin er allt við keppnina 2008. Íslenska keppnin var iconic og ég elskaði Hey Hey Hey Hó Hó Hó en uppöldin mín fóru með This is my life og negldu það og ég varð ástfangin af My Secret Combination og var ákveðin að ég myndi vera með söng og dans þegar ég færi í Eurovision.“

Hvert er þitt upp­á­halds Eurovisi­on­-lag?

„Euphoria er besta lag allra tíma. En Euro-lagalistar eru bara BESTU lagalistar EVER!“

Hvert er flott­asta Eurovisi­on-dress allra tíma?

„Ég set 12 stig á Jóhönnu Guðrúnu og Siggu Beinteins en ég verð að gefa“

Hvað er það við þitt lag sem sker sig úr frá öðrum lög­um Söngv­akeppn­inn­ar í ár?

„Það er algjör gleðisprengja með fallegum boðskap. Þetta lag fær manni til að raunverulega gleðjast og dansa þótt maður sé ekki á sínum besta stað.“

Hvernig hélst þú upp á Eurovisi­on á síðasta ári?

„Í fyrra var eiginlega í fyrsta skiptið sem ég missti af Eurovision vegna þess að ég var að sýna í söngleik. Enda er þetta tvennt sem ég elska Eurovision og söngleikir!“

Hvaða Eurovisi­on­lag vær­ir þú lík­leg til að syngja há­stöf­um í karíókí?

„EUPHORIA, Eitt lag enn & Gleðibankinn!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney