Rithöfundurinn J. K. Rowling segist ekki hafa áhyggjur af því að viðbrögð við skoðunum hennar á málefnum transfólk muni hafa áhrif á arfleifð hennar. Hún segir alla þá sem telji svo hafi misskilið hana.
Rowling hefur verið gagnrýnd fyrir að viðra skoðanir sínar á málefnum transfólks.
Í nýju hlaðvarpi sagðist Rowling aldrei hafa ætlað að koma neinum í uppnám en sagði einnig: „Mér fannst ekki óþægilegt að stíga ofan af stallinum“.
Vísar hún til þeirrar orðræðu sem fólk sem ólst upp við að lesa bækur hennar hefur haft uppi um að hún hafi eyðilagt arfleifð sína. Hún segir þau ekki geta hafa misskilið hana meira
Rowling er höfundur barnabókanna um galdrastrákinn Harry Potter.
„Ég geng ekki um gólf heima hjá mér og hugsa um arfleifð mína. Hversu merklegur með sig þarf maður að vera, ef maður röltir um veltandi því fyrir sér hver arfleifð manns skyldi verða? Hvaða máli skiptir það, ég verð dauð. Það sem skiptir máli er nútíminn. Ég hugsa um þau sem eru lifandi,“ sagði Rowling.