Bandaríski leikstjórinn Tim Burton og ítalska leikkonan Monica Bellucci eru nýtt par. Ofurparið kom úr felum á dögunum spásseraði um götur Madridar í byrjun vikunnar eins og ungt og ástfangið par.
Burton sem er 64 ára og Bellucci sem er 58 ára eru sögð hafa verið að hittast í leyni í fjóra mánuði að því fram kemur á vef franska miðilsins Paris Match. Stjörnurnar eru sagðar hafa náð saman þegar Bellucci afhenti Burton verðlaun fyrir ævistarfið á Lumière-kvikmyndaverðlaunahátíðinni í Lyon í Frakklandi í október.
Tim Burton var í sambandi með bresku leikkonunni Helena Bonham Carter á árunum 2001 til 2014. Saman eiga þau Burton og Bonham Carter tvö börn.
Bellucci var hins vegar gift franska leikaranum Vincent Cassel. Þau gengu í hjónaband árið 1999 en sögðu skilið hvort við annað árið 2013, saman eiga Bellucci og Cassel tvö börn.