Óvænt ofurstjörnupar kemur úr felum

Monica Bellucci og Tim Burton fundu hvort annað.
Monica Bellucci og Tim Burton fundu hvort annað. Samsett mynd

Bandaríski leikstjórinn Tim Burton og ítalska leikkonan Monica Bellucci eru nýtt par. Ofurparið kom úr felum á dögunum spásseraði um götur Madridar í byrjun vikunnar eins og ungt og ástfangið par. 

Burton sem er 64 ára og Bellucci sem er 58 ára eru sögð hafa verið að hittast í leyni í fjóra mánuði að því fram kemur á vef franska miðilsins Paris Match. Stjörnurnar eru sagðar hafa náð saman þegar Bellucci afhenti Burton verðlaun fyrir ævistarfið á Lumière-kvikmyndaverðlaunahátíðinni í Lyon í Frakklandi í október. 

Áður verið með stórstjörnum

Tim Burton var í sambandi með bresku leikkonunni Helena Bonham Carter á árunum 2001 til 2014. Saman eiga þau Burton og Bonham Carter tvö börn.

Helena Bonham Carter og Tim Burton voru lengi saman.
Helena Bonham Carter og Tim Burton voru lengi saman. mbl.is/Cover Media

Bellucci var hins vegar gift franska leikaranum Vincent Cassel. Þau gengu í hjónaband árið 1999 en sögðu skilið hvort við annað árið 2013, saman eiga Bellucci og Cassel tvö börn. 

Monica Bellucci var gift Vincent Cassel.
Monica Bellucci var gift Vincent Cassel. AFP / ALBERTO PIZZOLI
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney