Þrátt fyrir snjókomu, rigningu og gráma skemmtu börnin í höfuðborginni sér vel í Kringlunni í gær, enda var Öskudagurinn runninn upp enn á ný. Í verslunarmiðstöðinni mátti sjá börn hlaupa um og syngja gömul lög og ný í sykurvímu.
Líkt og ár hvert voru búningarnir af fjölbreyttum toga. Þar mátti sjá tertusneið, popp og Prins póló, risaeðlur, Strumpa og svokallaðar prinsessu-skinkur.
Mbl.is mætti á svæðið, fékk að heyra nokkur tóndæmi og tala við hressa krakka. Mörg voru þau sammála um að þó nammi væri mikilvægt sé alltaf skemmtilegast að vera með vinum sínum að syngja.