Tók þátt í undankeppni Eurovision í San Marínó

Erna Hrönn er mörgum landsmönnum kunn.
Erna Hrönn er mörgum landsmönnum kunn. Ljósmynd/Skjáskot

Íslenska söngkonan Erna Hrönn Ólafsdóttir tók þátt í Una Voce per San Marino, undankeppni Eurovision í San Marínó, um helgina. Lagið sem Erna söng heitir Your Voice. Hún komst ekki áfram á úrslitakvöldið.

Erna hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins, bæði sem aðalsöngkona og bakrödd. Sem bakrödd hefur Erna komist áfram í Eurovision en hún fór meðal annars með Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur til Moskvu í Rússlandi eftir að hún sigraði Söngvakeppnina með laginu sínu Is it true árið 2009. Jóhanna Guðrún hafnaði í öðru sæti í Eurovision.

Sjá má brot af flutningi Ernu í myndbandinu hér að neðan. Flutningur hennar hefst á sekúndu 52.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney