Byrlað og nauðgað þegar hún var 15 ára

Paris Hilton.
Paris Hilton. AFP/Robyn Beck

Hót­elerf­ing­innn Par­is Hilt­on seg­ir að henni hafi verið byrlað og nauðgað af strák sem var eldri en hún þegar hún var aðeins fimmtán ára göm­ul. 

Hilt­on seg­ir frá í viðtali við tíma­ritið Glamour. Hún seg­ir mann­inn hafa hitt hana í versl­un­ar­miðstöð í Kali­forn­íu, laumað ein­hverju í drykk henn­ar og mis­notað hana í kjöl­farið. 

Á þeim tíma sem Hilt­on seg­ir nauðgun­ina hafa átt sér stað bjó hún hjá móðurömmu sinni og afa í Palm Springs. Hún hafi farið í heim­sókn til Los Ang­eles til að hitta vini sína og hanga í West­field Cent­ury-versl­un­ar­miðstöðinni um hverja helgi. 

Hún seg­ir stráka eldri en hún alltaf hangið í versl­un­ar­miðstöðinni. Þeir hafi viljað spjalla við hana og vin­konu henn­ar.

Hilt­on seg­ir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún komst í kynni við eitt­hvað kyn­líf­stengt á æv­inni. Hún hafi ekki drukkið áfengi eða neytt nokk­urra fíkni­efna á þess­um tíma. Hún minn­ist þess að strák­ar hafi oft reynt að þvinga hana til að drekka. 

Fór að svima eft­ir fyrsta sopa

Einn dag­inn bauð hóp­ur af eldri strák­um Hilt­on og vin­kon­um henn­ar heim til eins þeirra. Þar hafi þeim verið boðið upp á drykki. 

„Þegar ég var búin að taka einn eða tvo sopa fór mig strax að svima og líða illa. Ég veit ekki hvað hann setti í drykk­inn, en ég geri ráð fyr­ir að það hafi verið Ro­hypnol,“ sagði Hilt­on. Hún seg­ist hafa sofnað og vaknað nokkr­um klukku­tím­um seinna með þá til­finn­ingu að eitt­hvað hafi gerst.

„Ég mundi það. Ég sé hann fyr­ir mér ofan á mér, halda fyr­ir munn­inn á mér. „Þig er að dreyma, þig er að dreyma,“ hann hvíslaði það að mér,“ sagði Hilt­on.

Stolið æsk­unni af henni

Þetta gerðist áður en Hilt­on var send í hinar ýmsu meðferðir fyr­ir erfða ung­linga. Þar á meðal í Provo Canyon-skól­ann. Hef­ur Hilt­on áður lýst illri meðferð í skól­an­um og sagt að þar hafi verið hún neydd til að taka ým­is­kon­ar lyf.

„Ég var bara lít­il stelpa. Mér líður bara eins og þeir hafi stolið æsk­unni frá mér,“ sagði Hilt­on.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant