Hótelerfinginnn Paris Hilton segir að henni hafi verið byrlað og nauðgað af strák sem var eldri en hún þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul.
Hilton segir frá í viðtali við tímaritið Glamour. Hún segir manninn hafa hitt hana í verslunarmiðstöð í Kaliforníu, laumað einhverju í drykk hennar og misnotað hana í kjölfarið.
Á þeim tíma sem Hilton segir nauðgunina hafa átt sér stað bjó hún hjá móðurömmu sinni og afa í Palm Springs. Hún hafi farið í heimsókn til Los Angeles til að hitta vini sína og hanga í Westfield Century-verslunarmiðstöðinni um hverja helgi.
Hún segir stráka eldri en hún alltaf hangið í verslunarmiðstöðinni. Þeir hafi viljað spjalla við hana og vinkonu hennar.
Hilton segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún komst í kynni við eitthvað kynlífstengt á ævinni. Hún hafi ekki drukkið áfengi eða neytt nokkurra fíkniefna á þessum tíma. Hún minnist þess að strákar hafi oft reynt að þvinga hana til að drekka.
Einn daginn bauð hópur af eldri strákum Hilton og vinkonum hennar heim til eins þeirra. Þar hafi þeim verið boðið upp á drykki.
„Þegar ég var búin að taka einn eða tvo sopa fór mig strax að svima og líða illa. Ég veit ekki hvað hann setti í drykkinn, en ég geri ráð fyrir að það hafi verið Rohypnol,“ sagði Hilton. Hún segist hafa sofnað og vaknað nokkrum klukkutímum seinna með þá tilfinningu að eitthvað hafi gerst.
„Ég mundi það. Ég sé hann fyrir mér ofan á mér, halda fyrir munninn á mér. „Þig er að dreyma, þig er að dreyma,“ hann hvíslaði það að mér,“ sagði Hilton.
Þetta gerðist áður en Hilton var send í hinar ýmsu meðferðir fyrir erfða unglinga. Þar á meðal í Provo Canyon-skólann. Hefur Hilton áður lýst illri meðferð í skólanum og sagt að þar hafi verið hún neydd til að taka ýmiskonar lyf.
„Ég var bara lítil stelpa. Mér líður bara eins og þeir hafi stolið æskunni frá mér,“ sagði Hilton.