Fækkuðu fötunum í tilefni dagsins

Smá nekt er bara góð, að minnsta kosti að mati …
Smá nekt er bara góð, að minnsta kosti að mati Heidi Klum og Tom Kaulitz.

Ofurfyrirsætan Heidi Klum og tónlistarmaðurinn Tom Kaulitz hafa verið gift í fjögur ár. Þau fögnuðu blóma- og ávaxtabrúðkaupinu með því að birta myndir af sér á Instagram þar sem þau sjást ansi fáklædd. 

Klum er vön því að mæta í flegnum fötum og stuttum pilsum á rauða dregilinn. Eiginmaðurinn er greinilega jafnánægður með líkamann og frúin. Hann virðist að minnsta kosti ekki hafa kippt sér upp við kroppasýninguna sem Klum sýndi heiminum á dögunum. 

Þýsku hjónin Klum og Kaulitz verða bara ástfangnari með árunum. Þau játuðust hvort öðru í leynilegri athöfn í Kaliforníu í febrúar árið 2019 en seinna sama ár buðu þau til veislu á Capri á Ítalíu. Nýlega greindi fyrirsætan frá því að hún væri opin fyrir því að eignast barn með eiginmanni sínum. Klum sem er 49 ára á fjögur börn fyrir. Kaulitz er hins vegar aðeins 33 ára og á ekki hrúgu á börnum eins og eiginkonan síunga. 

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

Heidi Klum og Tom Kaulitz ástfangin á Golden Globe í …
Heidi Klum og Tom Kaulitz ástfangin á Golden Globe í janúar. AFP
Heidi Klum og Tom Kaulitz sæt og sjóðandi á Grammy-verðlaunahátíðinni …
Heidi Klum og Tom Kaulitz sæt og sjóðandi á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney