Kveðst saklaus

Alec Baldwin lýsti yfir sakleysi sínu í málinu í gær.
Alec Baldwin lýsti yfir sakleysi sínu í málinu í gær. AFP

Leikarinn Alec Baldwin sagðist vera saklaus af ákæru um manndráp af gáleysi. Gaf hann vitnisburð sinn í gegnum netið og afsalaði sér rétt sínu að verða viðstaddur í gegnum fjarfundabúnað þegar málið verður þingfest í Nýju Mexíkó í dag. 

Baldwin er ákærður í tveimur ákæruliðum fyrir manndráp af gáleysi vegna andlát tökumannsins Halynu Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust í október árið 2021. 

Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér 18 mánaða fangelsisdóm.

Hannah Gutierrez-Reed, sem sá um skotvopn í leikmunadeild myndarinnar, er einnig ákærð fyrir manndráp af gáfleysi. Fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dómara í Nýju Mexíkó í dag. 

Baldwin náði áfangasigri í málinu fyrr í vikunni þegar saksóknari ákvað að fella niður hluta ákærunnar er sneri að skotvopnaburði. Sagðist saksóknari hafa gert það svo málið drægist ekki um of á langinn. Það þýðir að verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér talsvert minni tíma í fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir