Kveðst saklaus

Alec Baldwin lýsti yfir sakleysi sínu í málinu í gær.
Alec Baldwin lýsti yfir sakleysi sínu í málinu í gær. AFP

Leikarinn Alec Baldwin sagðist vera saklaus af ákæru um manndráp af gáleysi. Gaf hann vitnisburð sinn í gegnum netið og afsalaði sér rétt sínu að verða viðstaddur í gegnum fjarfundabúnað þegar málið verður þingfest í Nýju Mexíkó í dag. 

Baldwin er ákærður í tveimur ákæruliðum fyrir manndráp af gáleysi vegna andlát tökumannsins Halynu Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust í október árið 2021. 

Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér 18 mánaða fangelsisdóm.

Hannah Gutierrez-Reed, sem sá um skotvopn í leikmunadeild myndarinnar, er einnig ákærð fyrir manndráp af gáfleysi. Fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dómara í Nýju Mexíkó í dag. 

Baldwin náði áfangasigri í málinu fyrr í vikunni þegar saksóknari ákvað að fella niður hluta ákærunnar er sneri að skotvopnaburði. Sagðist saksóknari hafa gert það svo málið drægist ekki um of á langinn. Það þýðir að verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér talsvert minni tíma í fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar