Óttast um örlög besta vinar síns

John Malkovich kynntist Julian Sands við tökur á The Killing …
John Malkovich kynntist Julian Sands við tökur á The Killing Fields árið 1983 og hafa þeir verið bestu vinir síðan. AFP/Peter Kollanyi

Eitt síðasta samtal leikaranna og vinanna John Malkovich og Julian Sands var um hvernig megi búa sig undir dauðann. Malkovich óttast að samtalið hafi verið þeirra síðasta en Sands hefur verið saknað síðan um miðjan janúar.

Malkovich og Sands hafa verið bestu vinir síðustu 40 ár en fyrirhuguð er útgáfa myndar sem þeir gerðu saman, Seneca - On the Creation of Earthquakes. 

Sands hefur verið leitað síðan um miðjan janúar en hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöll­um, norður af Los Ang­eles, og kom ekki aftur heim. Slæm veðurskilyrði voru á fjallinu og hamlaði það leit viðbragðsaðila fyrstu dagana eftir að um hvarf hans var tilkynnt. 

Eitthvað hafi komið fyrir

Malkovich ræddi um vin sinn í viðtali við Guardian á dögunum. „Ég er í raun ekki búinn að tala um hvað kom fyrir Jules. En á sinn hátt, þá er það val, því hann var mikill fjallgöngumaður. Hann var alltaf að fara eitthvert í göngu, Kilimanjaro, Suðurskautlandið, eða Andersfjöllin, líka í Alpana. Hann var mjög reyndur fjallgöngumaður sem kom sér oft í ansi krefjandi aðstæður,“ sagði Malkovich.

„Ég geri ráð fyrir að aðstæðurnar á jörðu niðri við Mount Baldy hafi leitt af sér eitthvað hryllilegt, eða eitthvað sem var ekki afturkræft. Það var mín fyrsta hugsun þegar ég heyrði af þessu. En hann vissi hvernig aðstæður voru, og þetta var það sem hann elskaði að gera. Hann fann kyrrðina í einangrun sem þessari,“ sagði vinur leikarans. 

Julian Sands fór í fjallgöngu um miðjan janúar og sneri …
Julian Sands fór í fjallgöngu um miðjan janúar og sneri ekki aftur. AFP/Alberto Pizzoli

Kunni að bjarga sér í náttúrunni

Hann sagði Sands vera strák sem ólst upp í villtri náttúru og hann kynni alltaf að bjarga sér í náttúrunni. Þó leikarinn hafi virst ákaflega fágaður í vinnunni hafi hann átt sér villtari hlið. 

„Ég tel hins vegar ekki að fólk geti valið hvernig það deyr. Sumir deyja úr hræðilegu krabbameini þegar þeir eru þriggja ára. Ég held ekki að það sé val, það er heldur ógeðfelld fullyrðing,“ sagði Malkovich. „Dauðinn, þegar við loksins hittum hann fyrir tilviljun á hinni grýttu leið frá einu ljósi til annars og segjum við sjálf okkur, er þetta þá allt saman?“

Malkovich og Sands kynntust við tökur á The Killing Fields árið 1983, tveimur árum áður en Sands varð frægur í kvikmyndinni A Room With a View. Hann heillaðist strax af gáfum Sands. Þeir unnu saman að fjölda verkefna í gegnum áratugina og bjuggu saman um tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney