„Það er alveg svolítil dramasprengja“

Kristín Sesselja flytur lagið Óbyggðir.
Kristín Sesselja flytur lagið Óbyggðir.

Krist­ín Sesselja flyt­ur lagið Óbyggðir í Söngv­akeppni sjón­varps­ins sem fer fram annað kvöld. Krist­ín lýs­ir lag­inu sem svo­lít­illi dram­asprengju, en hún er ein­mitt hrifn­ust af þannig lög­um. Á ein­hverj­um tíma­punkti fannst Krist­ínu frek­ar „leim“ að taka þátt í Söngv­akeppn­inni en hún er löngu kom­in yfir það núna.

Hvað er Eurovisi­on í þínum huga?

„Eurovisi­on er partí rúss­íbani þar sem all­ar til­finn­ing­ar eru leyfðar (hlæja/​dansa/​gráta/​öskra. Það er tæki­færi til að tjá sig á öðru­vísi hátt og vera hluti af ein­hverju stærra en maður sjálf­ur.“

Hef­ur þig alltaf langað til að keppa í Söngv­akeppn­inni?

„Ég veit ekki hvort alltaf sé rétta svarið. Mér hef­ur alltaf fund­ist Eurovisi­on mjög heill­andi og hugsa alltaf um það að vera á stóra sviðinu þegar ég horfi á Eurovisi­on. Á ein­hverj­um tíma­punkti fannst mér eitt­hvað leim að keppa í Söngv­akeppn­inni en ég er löngu kom­in yfir það. Núna finnst mér þetta frá­bært tæki­færi og er búin að hugsa um að taka þátt síðustu ár.“

Af hverju ákvaðstu að gera það í ár?

„Ég eyddi síðasta ári að semja mjög mikið af tónlist fyr­ir EP plötu sem ég er að vinna í. Þannig hitti ég rétta fólkið og var í góðu flæði til að semja Eurovisi­on lag.“

Hver er þín fyrsta Eurovisi­on-minn­ing?

„Ég man mjög vel eft­ir Rússlandi 2008 þar sem það kom skaut­ari inn á sviðið. En ann­ars er það þegar Al­ex­and­er Ry­bak vann því hann var svo sæt­ur.“

Hvert er þitt upp­á­halds Eurovisi­on­-lag?

„Ég ELSKA Hold Me Closer frá Svíþjóð í fyrra, svo fannst mér Hol­land líka mjög flott það ár. En svo er Al­ex­and­er Ry­bak Fairytale klass­ík.“

Hvert er flott­asta Eurovisi­on-dress allra tíma?

„Ég held eig­in­lega Rúss­land 2021. Það var svo ruglað þegar hún steig út úr kjóln­um!“

Hvað er það við þitt lag sem sker sig úr frá öðrum lög­um Söngv­akeppn­inn­ar í ár?

 sem er ekki mikið af því í keppn­inni í ár (hahaha). Bara al­veg ekta ballaða, það eru alltaf mín upp­á­halds­lög í Eurovisi­on. En það er ekk­ert allt of mikið drama held­ur líka bara smá ber­skjöld­un og feg­urð þó ég segi sjálf frá.“

Hvernig hélst þú upp á Eurovisi­on á síðasta ári?

„Ég var í Osló og hélt partí heima fyr­ir undan­k­völd­in þar sem all­ir gáfu atriðunum stig og röðuðu í röð. Svo á úr­slit­un­um var ég á alþjóðleg­um stúd­enta bar þar sem var mikið af fólki frá mis­mun­andi lönd­um þannig það var mik­ill keppn­is­andi í loft­inu.“

Hvaða Eurovisi­on­lag vær­ir þú lík­leg til að syngja há­stöf­um í karíókí?

„Örugg­lega Is it true? Það er svo fal­legt og til­finn­ingaþrungið og gam­an að gefa sig alla í þann flutn­ing.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver