„Það er alveg svolítil dramasprengja“

Kristín Sesselja flytur lagið Óbyggðir.
Kristín Sesselja flytur lagið Óbyggðir.

Krist­ín Sesselja flyt­ur lagið Óbyggðir í Söngv­akeppni sjón­varps­ins sem fer fram annað kvöld. Krist­ín lýs­ir lag­inu sem svo­lít­illi dram­asprengju, en hún er ein­mitt hrifn­ust af þannig lög­um. Á ein­hverj­um tíma­punkti fannst Krist­ínu frek­ar „leim“ að taka þátt í Söngv­akeppn­inni en hún er löngu kom­in yfir það núna.

Hvað er Eurovisi­on í þínum huga?

„Eurovisi­on er partí rúss­íbani þar sem all­ar til­finn­ing­ar eru leyfðar (hlæja/​dansa/​gráta/​öskra. Það er tæki­færi til að tjá sig á öðru­vísi hátt og vera hluti af ein­hverju stærra en maður sjálf­ur.“

Hef­ur þig alltaf langað til að keppa í Söngv­akeppn­inni?

„Ég veit ekki hvort alltaf sé rétta svarið. Mér hef­ur alltaf fund­ist Eurovisi­on mjög heill­andi og hugsa alltaf um það að vera á stóra sviðinu þegar ég horfi á Eurovisi­on. Á ein­hverj­um tíma­punkti fannst mér eitt­hvað leim að keppa í Söngv­akeppn­inni en ég er löngu kom­in yfir það. Núna finnst mér þetta frá­bært tæki­færi og er búin að hugsa um að taka þátt síðustu ár.“

Af hverju ákvaðstu að gera það í ár?

„Ég eyddi síðasta ári að semja mjög mikið af tónlist fyr­ir EP plötu sem ég er að vinna í. Þannig hitti ég rétta fólkið og var í góðu flæði til að semja Eurovisi­on lag.“

Hver er þín fyrsta Eurovisi­on-minn­ing?

„Ég man mjög vel eft­ir Rússlandi 2008 þar sem það kom skaut­ari inn á sviðið. En ann­ars er það þegar Al­ex­and­er Ry­bak vann því hann var svo sæt­ur.“

Hvert er þitt upp­á­halds Eurovisi­on­-lag?

„Ég ELSKA Hold Me Closer frá Svíþjóð í fyrra, svo fannst mér Hol­land líka mjög flott það ár. En svo er Al­ex­and­er Ry­bak Fairytale klass­ík.“

Hvert er flott­asta Eurovisi­on-dress allra tíma?

„Ég held eig­in­lega Rúss­land 2021. Það var svo ruglað þegar hún steig út úr kjóln­um!“

Hvað er það við þitt lag sem sker sig úr frá öðrum lög­um Söngv­akeppn­inn­ar í ár?

 sem er ekki mikið af því í keppn­inni í ár (hahaha). Bara al­veg ekta ballaða, það eru alltaf mín upp­á­halds­lög í Eurovisi­on. En það er ekk­ert allt of mikið drama held­ur líka bara smá ber­skjöld­un og feg­urð þó ég segi sjálf frá.“

Hvernig hélst þú upp á Eurovisi­on á síðasta ári?

„Ég var í Osló og hélt partí heima fyr­ir undan­k­völd­in þar sem all­ir gáfu atriðunum stig og röðuðu í röð. Svo á úr­slit­un­um var ég á alþjóðleg­um stúd­enta bar þar sem var mikið af fólki frá mis­mun­andi lönd­um þannig það var mik­ill keppn­is­andi í loft­inu.“

Hvaða Eurovisi­on­lag vær­ir þú lík­leg til að syngja há­stöf­um í karíókí?

„Örugg­lega Is it true? Það er svo fal­legt og til­finn­ingaþrungið og gam­an að gefa sig alla í þann flutn­ing.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Samstarfsmenn þínir eru algerlega óútreiknanlegir í dag og gætu átt það til að hella sér yfir þig. Gefðu þér tíma til að sinna hugðarefnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Samstarfsmenn þínir eru algerlega óútreiknanlegir í dag og gætu átt það til að hella sér yfir þig. Gefðu þér tíma til að sinna hugðarefnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver