„Það er alveg svolítil dramasprengja“

Kristín Sesselja flytur lagið Óbyggðir.
Kristín Sesselja flytur lagið Óbyggðir.

Kristín Sesselja flytur lagið Óbyggðir í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram annað kvöld. Kristín lýsir laginu sem svolítilli dramasprengju, en hún er einmitt hrifnust af þannig lögum. Á einhverjum tímapunkti fannst Kristínu frekar „leim“ að taka þátt í Söngvakeppninni en hún er löngu komin yfir það núna.

Hvað er Eurovisi­on í þínum huga?

„Eurovision er partí rússíbani þar sem allar tilfinningar eru leyfðar (hlæja/dansa/gráta/öskra. Það er tækifæri til að tjá sig á öðruvísi hátt og vera hluti af einhverju stærra en maður sjálfur.“

Hefur þig alltaf langað til að keppa í Söngvakeppninni?

„Ég veit ekki hvort alltaf sé rétta svarið. Mér hefur alltaf fundist Eurovision mjög heillandi og hugsa alltaf um það að vera á stóra sviðinu þegar ég horfi á Eurovision. Á einhverjum tímapunkti fannst mér eitthvað leim að keppa í Söngvakeppninni en ég er löngu komin yfir það. Núna finnst mér þetta frábært tækifæri og er búin að hugsa um að taka þátt síðustu ár.“

Af hverju ákvaðstu að gera það í ár?

„Ég eyddi síðasta ári að semja mjög mikið af tónlist fyrir EP plötu sem ég er að vinna í. Þannig hitti ég rétta fólkið og var í góðu flæði til að semja Eurovision lag.“

Hver er þín fyrsta Eurovisi­on-minn­ing?

„Ég man mjög vel eftir Rússlandi 2008 þar sem það kom skautari inn á sviðið. En annars er það þegar Alexander Rybak vann því hann var svo sætur.“

Hvert er þitt upp­á­halds Eurovisi­on­-lag?

„Ég ELSKA Hold Me Closer frá Svíþjóð í fyrra, svo fannst mér Holland líka mjög flott það ár. En svo er Alexander Rybak Fairytale klassík.“

Hvert er flott­asta Eurovisi­on-dress allra tíma?

„Ég held eiginlega Rússland 2021. Það var svo ruglað þegar hún steig út úr kjólnum!“

Hvað er það við þitt lag sem sker sig úr frá öðrum lög­um Söngv­akeppn­inn­ar í ár?

 sem er ekki mikið af því í keppninni í ár (hahaha). Bara alveg ekta ballaða, það eru alltaf mín uppáhaldslög í Eurovision. En það er ekkert allt of mikið drama heldur líka bara smá berskjöldun og fegurð þó ég segi sjálf frá.“

Hvernig hélst þú upp á Eurovisi­on á síðasta ári?

„Ég var í Osló og hélt partí heima fyrir undankvöldin þar sem allir gáfu atriðunum stig og röðuðu í röð. Svo á úrslitunum var ég á alþjóðlegum stúdenta bar þar sem var mikið af fólki frá mismunandi löndum þannig það var mikill keppnisandi í loftinu.“

Hvaða Eurovisi­on­lag vær­ir þú lík­leg til að syngja há­stöf­um í karíókí?

„Örugglega Is it true? Það er svo fallegt og tilfinningaþrungið og gaman að gefa sig alla í þann flutning.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney