Verður sú síðasta

Síðasta þáttaröð Succession fer í loftið í mars.
Síðasta þáttaröð Succession fer í loftið í mars. AFP

Höfundur þáttanna Succession, Jesse Armstrong, segir fjórðu seríu af þáttunum verða þá síðustu sem gerð verður. 

Armstrong segir í viðtali við New Yorker að hann hafi hugsað frá því hann skrifaði aðra þáttaröð hvernig og hvenær hann ætti að ljúka þáttunum. „Ég hugsaði aldrei að þessi þáttaröð gæti enst að eilífu. Endinn hefur alltaf verið mér ofarlega í huga. Frá annarri þáttaröð er ég búinn að vera að hugsa, er það næsta, sú sem kemur á eftir henni, eða sú sem kemur á eftir þeirri?“ sagði Armstrong. 

Ingvar E. Sigurðsson fór með hlutverk í fyrstu þáttaröð Succession en hann er ekki eini Íslendingurinn sem er í þáttunum. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer með hlutverk í fjórðu þáttaröðinni og verður meðal annars í allra síðasta þætti Succession. 

Fjórða þáttaröð fer í loftið 24. mars næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney