Gefa út fleiri myndir úr Hringadróttinssögu

Fyrstu þrjár myndirnar komu út rétt eftir aldamótin og höluðu …
Fyrstu þrjár myndirnar komu út rétt eftir aldamótin og höluðu inn um um þrjá milljarða Bandaríkjadala.

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Warner Bros hef­ur til­kynnt að fleiri kvik­mynd­ir úr Hringa­drótt­ins­sögu J.R.R. Tol­kein munu koma út á næstu árum.

Fyrstu þrjár mynd­irn­ar komu út rétt eft­ir alda­mót­in og höluðu inn um um þrjá millj­arða Banda­ríkja­dala. 

Í fyrra kom út þáttaröðin The Lord of the Rings: Rings of Power á streym­isveitu Amazon. Vinna við næstu seríu hófst í októ­ber á síðasta ár. 

Dav­id Zaslav, for­stjóri Warner Bros, til­kynnti í gær að fleiri kvik­mynd­ir væru á leiðinni. 

Variety grein­ir frá því að samið hafi verið um að gera „nokkr­ar“ mynd­ir sem munu byggja á bók­um Tol­kein. 

Eng­in sér­stak­ur kvik­mynda­gerðarmaður hef­ur verið orðaður við mynd­irn­ar en í yf­ir­lýs­ingu til Variety sagðist Peter Jackson, leik­stjóri Hringa­drótt­ins­sögu og Hobbita-kvik­mynd­anna, og Fran Walsh og Phil­ippa Boyens, sem fram­leiddu mynd­irn­ar með Jackson, hafa fengið að fylgj­ast með samn­inga­ferl­inu. 

„Við hlökk­um til að ræða við þá frek­ar um þeirra sýn á hvernig verk­efnið eigi að þró­ast,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Vertu óragur og leggðu þitt af mörkum til að styðja gott málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Vertu óragur og leggðu þitt af mörkum til að styðja gott málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir