Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur tilkynnt að fleiri kvikmyndir úr Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkein munu koma út á næstu árum.
Fyrstu þrjár myndirnar komu út rétt eftir aldamótin og höluðu inn um um þrjá milljarða Bandaríkjadala.
Í fyrra kom út þáttaröðin The Lord of the Rings: Rings of Power á streymisveitu Amazon. Vinna við næstu seríu hófst í október á síðasta ár.
David Zaslav, forstjóri Warner Bros, tilkynnti í gær að fleiri kvikmyndir væru á leiðinni.
Variety greinir frá því að samið hafi verið um að gera „nokkrar“ myndir sem munu byggja á bókum Tolkein.
Engin sérstakur kvikmyndagerðarmaður hefur verið orðaður við myndirnar en í yfirlýsingu til Variety sagðist Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbita-kvikmyndanna, og Fran Walsh og Philippa Boyens, sem framleiddu myndirnar með Jackson, hafa fengið að fylgjast með samningaferlinu.
„Við hlökkum til að ræða við þá frekar um þeirra sýn á hvernig verkefnið eigi að þróast,“ sagði í yfirlýsingunni.