Eldri bróðir Madonnu fallinn frá

Madonna hefur ekki tjáð sig um fráfall bróður síns.
Madonna hefur ekki tjáð sig um fráfall bróður síns. AFP

Anthony Ciccone, eldri bróðir söngkonunnar Madonnu, er látinn 66 ára að aldri. Þetta tilkynnti fjölskyldan í kvöld, að því er fréttastofa BBC greinir frá.

Ciccone er einn sjö systkina Madonnu og er sagður hafa fallið frá á föstudagskvöld. Hann glímdi við áfengisfíkn og er sagður hafa verið heimilislaus árum saman og haldið til undir brú.

Madonna ekki tjáð sig

Mágur Ciccone, Joe Henry, greindi fyrstur frá andlátinu á Instagram og lét svarthvíta mynd af  Ciccone fylgja með.

„Ég hef þekkt hann síðan ég var fimmtán ára. Við kynntumst þegar við vorum í blóma lífsins í Michigan, svo mörg ár eru nú liðin eins og dögg fyrir sólu,“ skrifar hann undir myndina, sem hann birti á miðlinum í dag.

Madonna hefur lækað myndina en ekki tjáð sig um andlát bróður síns opinberlega enn sem komið er.

View this post on Instagram

A post shared by Joe Henry (@joehenrymusic)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney