Ítölsk rokkhljómsveit keppir fyrir hönd San Marínó

Hljómsveitin Piqued Jacks mun keppa fyrir hönd San Marínó með …
Hljómsveitin Piqued Jacks mun keppa fyrir hönd San Marínó með laginu „Like an Animal“ í Eurovision. Ljósmynd/Eurovisionworld

Hljómsveitin Piqued Jacks mun keppa fyrir hönd San Marínó með laginu „Like an Animal“ í Eurovision.

Þetta er í annað sinn sem San Marínó heldur eins konar alþjóðlega undankeppni, en Piqued Jacks er ítölsk rokkhljómsveit.

Einu skilyrðin til að taka þátt í undankeppni San Marínó, Una Voce per San Marino, er að listamaðurinn sé eldri en 16 ára og vilji keppa fyrir hönd ríkisins í Eurovision. Árið 2021 keppti til að mynda bandaríski rapparinn Flo Rida fyrir hönd San Marínó, en það ár var ekki haldin undankeppni í ríkinu. 

Á fimmtudag keppti íslenska söng­kon­an Erna Hrönn Ólafs­dótt­ir í undankeppninni en hún komst ekki áfram á úrslitakvöldið. 

Þá völdu Finnar einnig sitt framlag til Eurovision en þar bar Käärijä sigur úr bítum með laginu „Cha cha cha“.

Hér að neðan má sjá framlög San Marínó og Finnlands en Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi í maí. 





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney