Ítölsk rokkhljómsveit keppir fyrir hönd San Marínó

Hljómsveitin Piqued Jacks mun keppa fyrir hönd San Marínó með …
Hljómsveitin Piqued Jacks mun keppa fyrir hönd San Marínó með laginu „Like an Animal“ í Eurovision. Ljósmynd/Eurovisionworld

Hljóm­sveit­in Piqu­ed Jacks mun keppa fyr­ir hönd San Marínó með lag­inu „Like an Ani­mal“ í Eurovisi­on.

Þetta er í annað sinn sem San Marínó held­ur eins kon­ar alþjóðlega undan­keppni, en Piqu­ed Jacks er ít­ölsk rokk­hljóm­sveit.

Einu skil­yrðin til að taka þátt í undan­keppni San Marínó, Una Voce per San Mar­ino, er að listamaður­inn sé eldri en 16 ára og vilji keppa fyr­ir hönd rík­is­ins í Eurovisi­on. Árið 2021 keppti til að mynda banda­ríski rapp­ar­inn Flo Rida fyr­ir hönd San Marínó, en það ár var ekki hald­in undan­keppni í rík­inu. 

Á fimmtu­dag keppti ís­lenska söng­kon­an Erna Hrönn Ólafs­dótt­ir í undan­keppn­inni en hún komst ekki áfram á úr­slita­kvöldið. 

Þá völdu Finn­ar einnig sitt fram­lag til Eurovisi­on en þar bar Käärijä sig­ur úr bít­um með lag­inu „Cha cha cha“.

Hér að neðan má sjá fram­lög San Marínó og Finn­lands en Eurovisi­on fer fram í Li­verpool í Bretlandi í maí. 





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Vertu óragur og leggðu þitt af mörkum til að styðja gott málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Vertu óragur og leggðu þitt af mörkum til að styðja gott málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver