„Hræðilegur tími fyrir sjónvarpsbilun“

Seinni undankeppni íslensku söngvakeppninnar fór fram á laugardagskvöld.
Seinni undankeppni íslensku söngvakeppninnar fór fram á laugardagskvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon/Eggert Jóhannesson

Bil­un kom upp í kerf­um hjá Sjón­varpi Sím­ans á laug­ar­dag. Unnið er að því að kom­ast til botns í bil­un­inni.

Upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans seg­ir sjón­varps­bil­un­ina hafa komið á hræðileg­um tíma, en passað verði að kerfið verði í lagi þegar úr­slit söngv­akeppn­inn­ar fara fram næst­kom­andi laug­ar­dag.

Ein­hverj­ir áskrif­end­ur Sím­ans Premium tóku eft­ir kerf­is­bil­un síðastliðið laug­ar­dags­kvöld sem kom upp þegar söngv­akeppni sjón­varps­ins var sýnd. Um nokkuð stóra bil­un var að ræða en hún hafði ekki áhrif á alla viðskipta­vini.

„Það sem gerðist var að ef fólk skipti um stöð, þá gat það misst sam­band við þjón­ust­una. Þannig að hjá þeim sem að sátu bara í sóf­an­um og gerðu ekk­ert, þá urðu þau ekki vör við bil­un­ina en ef að fólk var að byrja að horfa eða að skipta um stöð gat mynd­lyk­ill­inn eða appið misst sam­bandið,“ seg­ir Guðmund­ur Jó­hanns­son, sam­skipta­stjóri Sím­ans.

Guðmundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans.
Guðmund­ur Jó­hanns­son, sam­skipta­stjóri Sím­ans. mbl.is/​Aðsent

Ekki stór­felld áhrif á keppn­ina

Hann seg­ir fyr­ir­tækið ekki hafa lokið við að kom­ast til botns í því hvað hafi skeð en unnið sé að því þessa dag­ana. Kerfið sé stórt og flókið og tíma­frek­ara geti reynst að finna hvar bil­un­in liggi en að laga bil­un­ina þegar hún sé fund­in.

Spurður hvað hon­um finn­ist um þá gagn­rýni að bil­un­in hafi mögu­lega haft áhrif á úr­slit söngv­akeppn­inn­ar segst Guðmund­ur leyfa sér að halda að áhorf­end­ur hafi verið bún­ir að heyra lög­in sem hafi verið að keppa nógu oft í út­varp­inu til þess að gera upp hug sinn.

Þannig þú tel­ur að þetta hafi ekki haft stór­felld áhrif á fram­göngu Íslands í söngv­akeppn­inni í Li­verpool í vor?

„Nei, ekki frek­ar en að bil­un­in hafi haft áhrif á gengi Li­verpool í ensku úr­vals­deild­inni sem var að spila á sama tíma,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir því við að það sé eng­inn góður tími fyr­ir sjón­varps­bil­un. Öllum bil­un­um sé tekið mjög al­var­lega.

„Við get­um verið mjög hrein­skil­in og auðmjúk með það að þetta er hræðileg­ur tími fyr­ir sjón­varps­bil­un og eins og ég segi, við tök­um þetta mjög al­var­lega og mun­um virki­lega passa að allt virki sem skyldi þegar úr­slita­kvöld söngv­akeppn­inn­ar fer fram,“ seg­ir Guðmund­ur að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Bestu mögulegu lífsaðstæður verða fyrst til í höfði þínu, og seinna í raunveruleikanum. Haltu á vit eigin ævintýris og fók mun þrá þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Bestu mögulegu lífsaðstæður verða fyrst til í höfði þínu, og seinna í raunveruleikanum. Haltu á vit eigin ævintýris og fók mun þrá þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant