Jansen Panettiere, yngri bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere, lést vegna hjartastækkunar. Fjölskyldan greindi frá þessu í dag, mánudag.
„Þó það veiti okkur litla huggun, þá kemur það fram í niðurstöðu krufningar að skyndilegt fráfall Janesns orsakaðist af hjartastækkun (e. cardiomegaly) samhliða bilun á ósæðarloku,“ segir í tilkynningunni til ABC News.
Jansen fannst látinn sunnudaginn 19. febrúar. Hann reyndi fyrir sér sem leikari á unglingsárum og léku þau systkinin Jansen og Hayden Panettiere, saman í nokkrum myndum. Seinna átti listin hug hann allan og gerðist hann listmálari. Hann var 28 ára þegar hann lést.