Með mikilvæg skilaboð á stafnum

Christina Applegate og dóttir hennar Sadie Grace LeNoble.
Christina Applegate og dóttir hennar Sadie Grace LeNoble. AFP/Frazer Harrison

Leik­kon­an Christ­ina App­lega­te, sem berst við MS-sjúk­dóm­inn, mætti á rauða dreg­il­inn fyr­ir Screen Actors Guild-verðlauna­hátíðina með staf. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leik­kon­an mæt­ir með staf á op­in­ber­an viðburð, en í þetta sinn var hún með mik­il­væga áletr­un á stafn­um. 

„FU MS,“ stóð á stafn­um sem mætti þýðast sem „fokkaðu þér MS“. 

App­lega­te hef­ur talað op­in­ber­lega um grein­ing­una sem hef­ur haft mik­il áhrif á líf henn­ar. Hún lauk ný­verið tök­um á þátt­un­um Dead to Me, en hún sagði það að öll­um lík­ind­um vera henn­ar síðasta hlut­verk á ferl­in­um. Hún var til­nefnd í flokki leik­konu í aðal­hlut­verki í gam­anþátt­um.

Tök­urn­ar hafi tekið mikið á hana. Þá hef­ur hún líka rætt um að verðlauna­hátíð helgar­inn­ar hafi mögu­lega verið henn­ar síðasta á ferl­in­um. 

Með henni á hátíðinni var dótt­ir henn­ar Sa­die.

Applegate með stafinn sem á stendur FU MS.
App­lega­te með staf­inn sem á stend­ur FU MS. AFP/​Val­erie Macon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki setja þig upp á móti foreldrum þínum eða öðrum í fjölskyldunni í dag. Ef þú vilt að þér verði eitthvað úr verki þarftu að halda þig við raunveruleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki setja þig upp á móti foreldrum þínum eða öðrum í fjölskyldunni í dag. Ef þú vilt að þér verði eitthvað úr verki þarftu að halda þig við raunveruleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir