Finnum er spáð 3. sæti í Eurovision-söngvakeppninni. Finnar völdu framlag sitt um helgina, en um er að ræða æðisgengið partílag.
Lagið ber titilinn Cha Cha Cha og er flutt af Käärjiä. Uuden Misiikin Kilpailu (KMU) fór fram á laugardagskvöld þegar sjö flytjendur stigu á sviðið og gerðu sitt besta til að heilla þjóðina.
Käärjiä hlaut 72 stig frá alþjóðlegu dómurunum og 467 stig úr símakosningu, en dómarastigin giltu 25% og símakosningin 75%.
Eins og mbl.is greindi frá í síðustu viku er Svíþjóð nú spáð sigri í Eurovision þrátt fyrir að hafa ekki valið sitt framlag enn. Úkraínu er spáð öðru sæti með lagið Heart of Steel og nú eru það Finnar sem sitja í þriðja sæti. Skutust Finnar upp fyrir Noreg um helgina eftir að Käärijä vann.