Sambandið milli leikkonunnar Riley Keough og Priscillu Presley er stirt eftir að móðir leikkonunnar og dóttir Presley, Lisa Marie Presley, lést um miðjan janúar. Presley dró í efa undirskrift dóttur sinnar í erfiðaskránni sem kvað á um að Keough myndi erfa hana.
Heimildamaður Page Six segir Keough og Presley ekki talast við eftir að Presley fór með efasemdir sínar til dómara. Yfir stendur rannsókn á erfðaskránni.
„Riley og Pricilla talast ekki við. Samband þeirra hefur breyst, það er satt, og það er svo sorglegt. Riley þarf virkilega á ömmu sinni að halda á þessum tíma,“ sagði heimildamaðurinn.
Breytingar voru gerðar á erfðaskrá Lisu Marie árið 2016 og gerði hún börn sín, Riley og Benjamin Keough, að erfingjum sínum. Tók hún móður sína, Pricillu, út.
Lisa Marie lést um miðjan janúar.