Nostalgía fyrir þá sem ólust upp við Sálina

Verkið var frumsýnt 23. febrúar.
Verkið var frumsýnt 23. febrúar. mbl.is/Óttar

„Þetta er söngleikur sem fjallar um stéttaskiptingu og vinahópa sem eru á unglingsaldri,“ segir Aron Gauti Kristinsson sem fer með aðalhlutverk í söngleiknum Hvar er draumurinn? sem Nemendamótsnefnd Verslunarskóla Íslands stendur fyrir. Höfundur og leikstjóri verksins er Höskuldur Þór Jónsson.

Sögusviðið er Reykjavík árið 1992. Eins og nafn söngleiksins gefur til kynna eru öll lög söngleiksins eftir hljómsveitina Sálin hans Jóns míns sem var starfræk í þrjátíu ár, frá 1988 til 2018. 150 nemendur Versló koma að verkinu, þar af eru 32 í leikhóp.

Helga Margrét Marzellíusardóttir er söngstjóri, Arna Björk Þórsdóttir er dansstjóri og Snorri Beck Magnússon tónlistarstjóri.

mbl.is tók nýlega viðtal við Örnu Björk en hún er einnig dans­höf­und­ur­inn á bak við dans­inn í nýrri aug­lýs­ingu Vinnu­eft­ir­lits­ins sem vakið hefur umtalsverða athygli.

150 nemendur Versló koma að verkinu, þar af eru 32 …
150 nemendur Versló koma að verkinu, þar af eru 32 í leikhóp. mbl.is/Óttar

Húmor fyrir alla

Frumsýning verksins var 23. febrúar og hefur hópurinn þegar sýnt sjö sýningar. Fjórar sýningar eru nú í sölu en að sögn Arons verður fleiri sýningum bætt við þar sem stefnt er að því að sýna fram í miðjan mars. Hægt er að kaupa miða á nfvi.is.

„Ég heyrði á frumsýningunni að sýningin náði til allra hópa,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir sem fer með annað tveggja aðalhlutverka á móti Aroni.

„Það er mikill húmor. Bæði húmor sem höfðar til aðeins eldra fólks en einnig til krakka. Svo er tónlistin auðvitað líka rosa nostalgía fyrir þá sem ólust upp við Sálina,“ segir Aron.

Lesa má nán­ar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Þrír fyrrverandi meðlimir Sálarinnar mættu á fjölmiðlasýninguna sem haldinn var …
Þrír fyrrverandi meðlimir Sálarinnar mættu á fjölmiðlasýninguna sem haldinn var á sunnudaginn. mbl.is/Óttar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir