Búa sig undir að halda keppnina á næstu árum

Eurovision-stemningin verður á suðupunkti á laugardag.
Eurovision-stemningin verður á suðupunkti á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef einhvern tímann er hægt að segja að öllu verði tjaldað til, þá er hægt að segja það um partíhald Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) á laugardag.

Félagið stendur fyrir siglingu síðdegis á laugardag þar sem siglt verður í höfn við Söngvakeppnishöllina í Gufunesi og eftir keppni verður rosalegt partí í Iðnó.

Ásgeir Helgi Magnússon, kynningar- og viðburðastjóri FÁSES.
Ásgeir Helgi Magnússon, kynningar- og viðburðastjóri FÁSES. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er náttúrulega langbesta leiðin til að komast úr miðbæ Reykjavíkur upp í Gufunes. Og svo er þetta líka mest glamúrus leiðin til að fara þangað,“ segir Ásgeir Helgi Magnússon, kynningar- og viðburðastjóri félagsins í samtali við mbl.is. 

Partíið hefst við Reykjavíkurhöfn, siglir svo út á Faxaflóa, og endar í Söngvakeppnishöllinni þar sem úrslitakvöld Söngvakeppninnar fer fram. Þetta er í annað sinn sem félagið efnir til siglingarinnar sem er skipulögð með Eldingu og Pink Iceland. 

Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision-stjarna tekur lagið áður en lagt verður af stað og DJ Laufey þeytir skífum um borð.

Iðnó breytist í Euro-klúbb

Ásgeir Helgi kveðst gríðar spenntur fyrir kvöldinu en að keppni lokinni blæs félagið svo til Eurovision-veislu í Iðnó ásamt Rúv og Pink Iceland. Þar verður komið á fót fyrsta opinbera Eurovision-klúbbnum og verður rífandi Euro-stemning í húsinu fram á rauðanótt.

„Við erum svolítið að reyna að gera hlutina á þeim skala sem þarf að gera þegar við loksins höldum Eurovision eftir eitt eða tvö ár. Maður þarf að setja sig inn í hlutina,“ segir Ásgeir Helgi. 

Euro-klúbbar skjóta upp kollinum í þeirri borg sem keppnin er haldin hverju sinni og eru að vanda vel sóttir af aðdáendum keppninnar sem leggja leið sína á Eurovision-veisluna.

„Við hugsuðum bara að við þurfum að byrja að æfa okkur í þessu ef við ætlum að sjá þetta gerast í náinni framtíð,“ segir Ásgeir Helgi sem lofar miklu stuði. Í Iðnó mun Hulda úr Gagnamagninu, DJ Hulda Luv, þeyta skífum. Sérstakir gestir eru Eyfi, Sigga Beinteins og Hafsteinn Þórólfsson auk þess sem nokkrar Söngvakeppnisstjörnur eru búnar að lofa að taka lagið.

Enn eru nokkrir miðar lausir í Euro-krúsið í Söngvakeppnishöllina og svo geta Eurovision-þyrstir djammarar keypt sér miða inn á klúbbinn í hurðinni í Iðnó á laugardag, en nánari upplýsingar eru á vef FÁSES.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar