Umfangsmiklar uppsagnir hjá samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið athygli í fjölmiðlum síðustu daga.
Ekki síst fyrir þær sakir að Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, var einn þeirra sem sagt var upp störfum.
Haraldur virðist vera tilbúinn fyrir næsta ævintýri. Ef marka má nýjasta tíst hans mætti Haraldur í atvinnuviðtöl í dag. Í tístinu birti Haraldur mynd af sér í sínu fínasta pússi með yfirskriftinni: „Verð að líta vel út fyrir þessi atvinnuviðtöl.“
Gotta look proper for those job interviews. pic.twitter.com/9C3OZtDDEj
— Halli (@iamharaldur) March 1, 2023
Haraldur seldi Ueno til Twitter snemma árs 2021 og hefur starfað hjá miðlinum síðan.
Greint var frá því fyrr í vikunni á mbl.is að Haraldi hefði verið sagt upp á miðlinum, eins og fjölda annarra í mikilli uppsagnahrinu.
Í kveðjutísti sínu kvaðst hann ekki sjá eftir neinu.
Two years.
— Halli (@iamharaldur) February 26, 2023
Learned some things. Met some great new friends. Did some good work.
Laughed a lot. Cried a little.
No regrets.
🫡