Mad Men-stjarna trúlofuð

Leikarinn Jon Hamm er trúlofaður.
Leikarinn Jon Hamm er trúlofaður. AFP

Mad Men-stjarnan Jon Hamm og fyrrverandi mótleikkona hans, Anna Osceola, eru trúlofuð. Hamm fór með aðalhlutverk í Mad Men-þáttunum á árunum 2007 til 2015 og lék parið saman í lokaþættinum. 

People greindi fyrst frá trúlofuninni. Rúmlega tvö ár eru liðin frá því að parið opinberaði samband sitt, en þá höfðu sögusagnir um mögulegt ástarsamband þeirra verið á kreiki í nokkurn tíma. 

Opinn fyrir hjónabandi í annað sinn

Það var svo ekki fyrr en í maí 2022 sem parið lék frumraun sína á rauða dreglinum í eftirpartíi Óskarsverðlaunanna. Í september síðastliðnum viðurkenndi Hamm í viðtali við Howard Stern að hann gæti séð fyrir sér að gifta sig aftur. 

Hamm var áður giftur Jennifer Westfeldt, en þau skildu árið 2015 eftir rúmlega 18 ára samband.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka