Mad Men-stjarnan Jon Hamm og fyrrverandi mótleikkona hans, Anna Osceola, eru trúlofuð. Hamm fór með aðalhlutverk í Mad Men-þáttunum á árunum 2007 til 2015 og lék parið saman í lokaþættinum.
People greindi fyrst frá trúlofuninni. Rúmlega tvö ár eru liðin frá því að parið opinberaði samband sitt, en þá höfðu sögusagnir um mögulegt ástarsamband þeirra verið á kreiki í nokkurn tíma.
Það var svo ekki fyrr en í maí 2022 sem parið lék frumraun sína á rauða dreglinum í eftirpartíi Óskarsverðlaunanna. Í september síðastliðnum viðurkenndi Hamm í viðtali við Howard Stern að hann gæti séð fyrir sér að gifta sig aftur.
Hamm var áður giftur Jennifer Westfeldt, en þau skildu árið 2015 eftir rúmlega 18 ára samband.