Notendur samfélagsmiðilsins TikTok hafa keppst við að endurgera hið eftirminnilega atriði Rihönnu sem tryllti lýðinn í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum.
Þó svo mörgum netverjum hafi tekist nokkuð vel til eru tvö atriði sem standa án efa upp úr og hafa gert allt vitlaust á miðlinum síðustu daga, annars vegar er það hópur af ömmum á elliheimili í Kentucky í Bandaríkjunum, og hins vegar hópur Hamilton-leikara í Ástralíu.
Myndböndin eru með yfir 20 milljónir áhorfa hvort og hafa vakið mikla lukku á miðlinum. Þau hafa sannarlega ólíkar áherslur og hafa hvort sinn sjarma, en þau eiga það þó sameiginlegt að hafa skemmt milljónum hvaðanæva að úr heiminum.
@arcadiasrlivingbg Our halftime show > Rihanna’s halftime show 💃🪩🏈🤍🎶🎤 #seniorlivingcommunity #halftimeshow #SuperBowl #rihanna #fyp ♬ original sound - Brian Esperon
@hamiltonau HAMILTON x RIHANNA ❤️🔥 #Superbowl #HamiltonAU #MariaReynolds ♬ original sound - celina sharma