Diljá Pétursdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Liverpool í maí. Þannig lítur staðan að minnsta kosti út í veðbönkum.
Samkvæmt Eurovisionworld, sem tekur saman niðurstöðu helstu veðbanka, eru 31% líkur á að Diljá vinni kepnina.
Langi Seli og Skuggarnir þykja næst líklegastir og Siggu Ózk er spáð þriðja sæti. Celebs er í fjórða sæti og Bragi Bergsson í því fimmta.
Úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins er á laugardag og þá kemur í ljós hvaða keppandi fer til Bítlaborgarinnar fyrir hönd Íslands.