Áttu slæma daga „á bak við luktar dyr“

Tommy Fury og Molly Mae-Hauge.
Tommy Fury og Molly Mae-Hauge. Skjáskot/Instagram.

Hnefaleikakappinn og raunveruleikastjarnan, Tommy Fury, ætlar að setja fjölskylduna í fyrsta sæti eftir að hafa unnið hnefaleikaviðureign sína við Bandaríkjamanninn Jake Paul á dögunum í Sádi-Arabíu. 

„Nú er kominn tími á að eyða mjög svo þörfum tíma með fjölskyldunni minni. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvaða tækifæri ég mun fá í næstu viku, en þangað til ætla ég að taka því rólega,“ sagði hnefaleikakappinn á Instagram. 

Fury tók á móti sínu fyrsta barni með kærustu sinni, Molly-Mae Hague, í lok janúar. Það hefur því verið nóg um að vera hjá parinu sem hefur síðastliðin mánuð verið að feta sín fyrstu spor í foreldrahlutverkinu samhliða undirbúningi Fury fyrir bardagann. 

„Ekki bein eða auðveld leið“

Hague deildi einlægri færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún lofsamaði Fury og opnaði sig um leið og sagði þau Fury hafa átt slæma daga í aðdraganda keppninnar. 

„Pabbi er kominn heim. Frá því að fyrst var minnst á þennan bardaga fyrir tveimur og hálfi ári síðan hef ég stutt þennan dreng. Þetta var ekki bein eða auðveld leið, við áttum í alvörunni ekki góða daga á bak við luktar dyr ... en sunnudagskvöldið gerði þetta allt þess virði,“ skrifaði hún. 

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir