Svona kaupir þú miða á Eurovision

Miðasala á Eurovision-söngvakeppnina hefst í næstu viku.
Miðasala á Eurovision-söngvakeppnina hefst í næstu viku. AFP

Miðar á Eurovision-söngvakeppnina fara í sölu klukkan tólf á hádegi þriðjudaginn 7. mars næstkomandi. Aðeins verður hægt að kaupa miða í gegnum Ticketmaster í Bretlandi og aðeins má kaupa miða á einn viðburð í einu. 

Eurovision fer fram í Liverpool á Bretlandi dagana 9., 11. og 13. maí næstkomandi en auk þessarra þriggja viðburða geta aðdáendur keypt miða á alls sex æfingar, tvær á hverjum keppnisdegi.

Hvött til að stofna aðgang tímalega

Miðar kosta á bilinu 30 til 290 pund, eða um 5 til 50 þúsund krónur, á undankeppnirnar. Á úrslitakvöldinu eru miðarnir öllu dýrari og kosta á bilinu 80 til 380 pund, 14 til 64 þúsund krónur, á gengi dagsins í dag. 

Þau sem hyggja á miðakaup þurfa að stofna aðgang á breska Ticketmaster og hvetja skipuleggjendur Eurovision aðdáendur að stofna aðgang tímalega ef mikið álag skyldi myndast á vefnum. 

Ísland keppir á seinna undankvöldinu hinn 11. maí næstkomandi en það ræðst um helgina hver verður fulltrúi Íslands í keppninni.

Það ræðst á laugardag hver verður fulltrúi Íslands í keppninni.
Það ræðst á laugardag hver verður fulltrúi Íslands í keppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal