Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) stóð fyrir Eurovision-siglingu klukkan 17 í dag. Siglt var í höfn við Söngvakeppnishöllina í Gufunesi, en úrslitakeppni Söngvakeppni sjónvarpsins hefst klukkan 19.46.
Eins og sjá má á myndum sem Eggert Jóhannesson, ljósmyndari mbl.is, tók var mikil stemning um borð.