Landsmenn virðast vera sáttir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Diljá vann keppnina með laginu sínu Power.
Meðal þeirra sem óska Diljá til hamingju með sigurinn er Háskóli Íslands, en Diljá er sjúkraþjálfunarnemi við skólann.
Söngkonan Loreen keppir nú í sænsku undankeppninni fyrir Eurovision, sem nefnist Melodifestivalen, og er henni spáð sigri í þeirri keppni. Þrátt fyrir að Svíar hafi ekki enn valið sitt framlag er þeim spáð sigri í Eurovision í ár þar sem Loreen þykir mjög sterk. Loreen vann Eurovision með laginu Euphoria árið 2012.
„Loreen komin með harða samkeppni,“ skrifaði einn Twitter-notandi í kvöld eftir að ljóst varð að Diljá myndi keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision.
Til hamingju, Diljá sjúkraþjálfunarnemi. Við minnum á að hægt er að taka fjarpróf víða í heiminum. #12stig pic.twitter.com/NwALNOTDAw
— Háskóli Íslands (@Haskoli_Islands) March 4, 2023
Hér í sófanum grátum við mæðgurnar af gleði! Takk Diljá 💛#12stig
— Hulda Hrund (@hulda_hrund) March 4, 2023
Diljá hljómar svona vel þrátt fyrir að vera pottþétt í kreisí tilfinningaástandi?? Þess vegna er hún SIGUVEGARI! #12stig
— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) March 4, 2023
Ok þannig við erum að stefna á þriðja sætið, það verða þá Úkraína, Loreen og við #12stig
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) March 4, 2023
er grenjandi með henni #12stig
— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) March 4, 2023
Loreen komin með harða samkeppni! 👸🏼✨️👩🏼🎤 #12stig
— Sema Erla (@semaerla) March 4, 2023
Svo geggjuð Diljá! Að ná þessu orkustigi þrisvar á sviðinu! #12stig
— Hulda María (@littletank80) March 4, 2023
Þjóðin notaði símana sína rétt í kvöld. Diljá stóð framar öllum #12stig
— Stefán Steindórs (@stebbisteindors) March 4, 2023
Svo ánægð með að Diljá komst áfram, hef loksins aftur trú á Íslandi sem þjóð #12stig
— Hekla Steinarsdóttir (@heklasteinars) March 4, 2023
Verðskuldað!!! #12stig
— María Sólveig (@majarokk) March 4, 2023
Svona virka draumar! Svona virka draumar! Ekki hætta að láta þig dreyma! #12stig
— Lilja Kr (@LiljaKr) March 4, 2023
Já mín kona!!! Diljá er mögnuð söngkona 💖 #12stig
— Birta Guðmundsdóttir 🇺🇦🇵🇸 (@BirtaGudmundss) March 4, 2023
Til hamingju Diljá, þvilik orka, þvilik kona. ❤️#12stig
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) March 4, 2023