„Loreen komin með harða samkeppni“

Diljá vann Söngvakeppnina.
Diljá vann Söngvakeppnina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsmenn virðast vera sáttir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Diljá vann keppnina með laginu sínu Power.

Meðal þeirra sem óska Diljá til hamingju með sigurinn er Háskóli Íslands, en Diljá er sjúkraþjálfunarnemi við skólann. 

Söngkonan Loreen keppir nú í sænsku undankeppninni fyrir Eurovision, sem nefnist Melodi­festi­valen, og er henni spáð sigri í þeirri keppni. Þrátt fyrir að Svíar hafi ekki enn valið sitt framlag er þeim spáð sigri í Eurovision í ár þar sem Loreen þykir mjög sterk. Loreen vann Eurovision með lag­inu Eup­horia árið 2012. 

„Loreen komin með harða samkeppni,“ skrifaði einn Twitter-notandi í kvöld eftir að ljóst varð að Diljá myndi keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal