Búið er að selja útgáfuréttinn að hrollvekju Hildar Knútsdóttur Myrkrinu milli stjarnanna til Tor Publishing sem er hluti af bandarísku Macmillan-samsteypunni. Bókin mun heita The Night Guest í enskri þýðingu Mary Robinette Kowal og kemur út í janúar 2024. Þetta er fyrsta þýðing á bók eftir Hildi sem kemur út á ensku. Myrkrið milli stjarnanna kom út hér á landi árið 2021.
Ný bók Hildar Urðarhvarf, sem er hrollvekja fyrir fullorðna, er nýkomin út en þar koma kettir mjög við sögu. Rætt er við Hildi í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.