Úrslitastund í kvöld

Mikið stuð var á undankeppnunum sem haldnar voru í febrúar.
Mikið stuð var á undankeppnunum sem haldnar voru í febrúar. Eggert Jóhannesson

Úrslitakvöld söngvakeppninnar verður í beinni útsendingu á RÚV í kvöld, en þá verður valið framlag Íslands í Eurovision, sem haldin verður í Liverpool í maí. Þau lög sem komust áfram úr undanúrslitunum og keppa í kvöld.

Kosningin í kvöld verður með öðru sniði en síðustu tvö laugardagskvöld en nú verður hún í tveimur hlutum. Í fyrri hluta keppninnar keppa öll fimm lögin og sem fyrr fá landsmenn að kjósa á milli laganna í símakosningu og með smáforritinu RÚV Stjörnur.

Í þessari fyrri kosningu mun alþjóðleg dómnefnd, skipuð 10 fagaðilum víðsvegar úr Evrópu, hafa helmingsvægi á móti kosningu almennings. Tvö atkvæðamestu lögin í þessari fyrri kosningu fara þá í hið svokallaða einvígi og verða flutt aftur. 

Þá hefst seinni hlutinn kosningar og aðeins almenningur fær að kjósa á milli þessara tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningunni fylgja þó lögunum tveimur inn í einvígið. Það verður því stigahæsta lag kvöldsins sem sigrar keppnina og fær farmiðann til Liverpool. Hægt er að kjósa hvert lag 40 sinnum í hvorri kosningu, 20 í gegnum símakosninguna (með því að hringja eða senda sms) og 20 sinnum með smáforritinu RÚV Stjörnur.

Í undanúrslitum fluttu allir keppendur lögin á íslensku. Í kvöld hafa verða hinsvegar fjögur laganna flutt á ensku, en reglur keppninnar kveða á um að lögin á úrslitakvöldinu skulu flutt á því tungumáli sem þau verða flutt á í Liverpool, sigri lagið keppnina.

Alþjóðlega dómnefndin er skipuð 4 Íslendingum og 6 erlendum fagaðilum. Þetta eru:

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low) tónlistarkona - Ísland

Jón Ólafsson tónlistarmaður - Ísland

Jóhann Kristófer Stefánsson (Joey Christ) listamaður - Ísland

Gugusar (Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir) tónlistarkona - Ísland

Gaute Ormåsen Eurovisionkeppandi 2022 - Noregur

Ersin Parlak Tónlistarumboðsmaður og Fjölmiðlafulltrúi San Marínó í Eurovisison - Tyrkland

Ramūnas Zilnys Tónlistarstjóri hjá Liháeska Ríkisútvarpinu - Litháen

Helena Nilsson samfélagsmiðlastjóri - Svíþjóð

Ihan Haydar Eurovisionkeppandi 2022- Danmörk

Emely Griggs Dagskrárstjóri hjá Ástralska ríkissjónvarpinu - Ástralía

Hér er framkomuröð og kosninganúmer laganna í kvöld:

Sigga Ózk - Dancing Loneley - 900 9901

Bragi - Sometimes the world's against you - 900 9902

Celebs - Doomsday Dancing - 900 9903

Diljá - Power - 900 9904

Langi Seli og Skuggarnir - OK - 900 9905

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar