Úrslitastund í kvöld

Mikið stuð var á undankeppnunum sem haldnar voru í febrúar.
Mikið stuð var á undankeppnunum sem haldnar voru í febrúar. Eggert Jóhannesson

Úrslitakvöld söngvakeppninnar verður í beinni útsendingu á RÚV í kvöld, en þá verður valið framlag Íslands í Eurovision, sem haldin verður í Liverpool í maí. Þau lög sem komust áfram úr undanúrslitunum og keppa í kvöld.

Kosningin í kvöld verður með öðru sniði en síðustu tvö laugardagskvöld en nú verður hún í tveimur hlutum. Í fyrri hluta keppninnar keppa öll fimm lögin og sem fyrr fá landsmenn að kjósa á milli laganna í símakosningu og með smáforritinu RÚV Stjörnur.

Í þessari fyrri kosningu mun alþjóðleg dómnefnd, skipuð 10 fagaðilum víðsvegar úr Evrópu, hafa helmingsvægi á móti kosningu almennings. Tvö atkvæðamestu lögin í þessari fyrri kosningu fara þá í hið svokallaða einvígi og verða flutt aftur. 

Þá hefst seinni hlutinn kosningar og aðeins almenningur fær að kjósa á milli þessara tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningunni fylgja þó lögunum tveimur inn í einvígið. Það verður því stigahæsta lag kvöldsins sem sigrar keppnina og fær farmiðann til Liverpool. Hægt er að kjósa hvert lag 40 sinnum í hvorri kosningu, 20 í gegnum símakosninguna (með því að hringja eða senda sms) og 20 sinnum með smáforritinu RÚV Stjörnur.

Í undanúrslitum fluttu allir keppendur lögin á íslensku. Í kvöld hafa verða hinsvegar fjögur laganna flutt á ensku, en reglur keppninnar kveða á um að lögin á úrslitakvöldinu skulu flutt á því tungumáli sem þau verða flutt á í Liverpool, sigri lagið keppnina.

Alþjóðlega dómnefndin er skipuð 4 Íslendingum og 6 erlendum fagaðilum. Þetta eru:

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low) tónlistarkona - Ísland

Jón Ólafsson tónlistarmaður - Ísland

Jóhann Kristófer Stefánsson (Joey Christ) listamaður - Ísland

Gugusar (Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir) tónlistarkona - Ísland

Gaute Ormåsen Eurovisionkeppandi 2022 - Noregur

Ersin Parlak Tónlistarumboðsmaður og Fjölmiðlafulltrúi San Marínó í Eurovisison - Tyrkland

Ramūnas Zilnys Tónlistarstjóri hjá Liháeska Ríkisútvarpinu - Litháen

Helena Nilsson samfélagsmiðlastjóri - Svíþjóð

Ihan Haydar Eurovisionkeppandi 2022- Danmörk

Emely Griggs Dagskrárstjóri hjá Ástralska ríkissjónvarpinu - Ástralía

Hér er framkomuröð og kosninganúmer laganna í kvöld:

Sigga Ózk - Dancing Loneley - 900 9901

Bragi - Sometimes the world's against you - 900 9902

Celebs - Doomsday Dancing - 900 9903

Diljá - Power - 900 9904

Langi Seli og Skuggarnir - OK - 900 9905

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson