Myndaveisla úr höllinni: Þegar draumur Diljár rættist

Forsetahjónin óskuðu Diljá til hamingju með sigurinn.
Forsetahjónin óskuðu Diljá til hamingju með sigurinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Diljá Pétursdóttir verður framlag Íslendinga í Eurovision í Liverpool í maí. Þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslit Söngvakeppninnar í gær. Keppnin var haldin í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi.

Þar stigu fimm atriði á svið til þess að heilla hug og hjörtu þjóðarinnar. Fyrst á svið var Sigga Ózk, því næst kom Bragi, á eftir honum Celebs, síðan Diljá og loks Langi Seli og Skuggarnir.

Stóð Diljá eftir sem sigurvegari eftir að hafa haft betur gegn Langa Sela og Skuggunum í einvíginu svokallaða.

Það má segja að ákveðinn draumur verði nú að veruleika, þar sem Diljá hefur dreymt um að komast í Eurovision síðan hún var aðeins sjö ára gömul.

Spennan var gífurleg og ljósmyndari mbl.is fangaði stemninguna í Gufunesinu.

Diljá bjó að sterku baklandi í gegnum söngvakeppnisævintýrið.
Diljá bjó að sterku baklandi í gegnum söngvakeppnisævintýrið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Diljá mun stíga á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision …
Diljá mun stíga á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Diljá faðmar hér kærasta sinn, Daníel Óskar Jóhannesson tónlistarmann.
Diljá faðmar hér kærasta sinn, Daníel Óskar Jóhannesson tónlistarmann. Eggert Jóhannesson
Sigga Ózk steig fyrst á svið á úrslitakvöldinu í gær.
Sigga Ózk steig fyrst á svið á úrslitakvöldinu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Spennan var mögnuð meðan útslitin voru kynnt.
Spennan var mögnuð meðan útslitin voru kynnt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Norska sveitin Subwoolfer steig á svið í dómarahlénu og flutti …
Norska sveitin Subwoolfer steig á svið í dómarahlénu og flutti lag sitt Give That Wolf a Banana. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Langi Seli og skuggarnir höfnuðu í öðru sæti eftir æsispennandi …
Langi Seli og skuggarnir höfnuðu í öðru sæti eftir æsispennandi einvígi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sjarminn skilaði Braga í úrslitin en ekki alla leið að …
Sjarminn skilaði Braga í úrslitin en ekki alla leið að þessu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Celebs komust í úrslitin sem svokallað „wildcard“ en skiluðu sínu …
Celebs komust í úrslitin sem svokallað „wildcard“ en skiluðu sínu og gott betur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Diljá átti sér harða stuðningsmenn úti í sal, sem og …
Diljá átti sér harða stuðningsmenn úti í sal, sem og heima í stofu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kynnar kvölddsins, þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson og Unsteinn …
Kynnar kvölddsins, þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson og Unsteinn Manuel Stefánsson, hlutu mikið lof. Eggert Jóhannesson
Fjöldi fólks var á OK-vagninum.
Fjöldi fólks var á OK-vagninum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Svala Björgvinsdóttir, poppstjarna og framlag Íslands í Eurovision árið 2017, …
Svala Björgvinsdóttir, poppstjarna og framlag Íslands í Eurovision árið 2017, var í góðum gír. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal