„Við erum klár í þetta“

Hér má sjá Diljá og Pálma faðmast eftir sigur gærkvöldsins.
Hér má sjá Diljá og Pálma faðmast eftir sigur gærkvöldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annar lagahöfundur sigurlags Söngvakeppninnar segir keppnisferlið hafa verið mjög stressandi, hann sé feginn að þetta stig sé búið. Það hafi þó verið ótrúlega skemmtilegt að taka þátt. Teymi Diljár sé klárt í slaginn fyrir Eurovision í Liverpool.

Lagið Power“ var í gærkvöldi valið til þess að fara til Liverpool í maí og taka þátt í Eurovision sem fulltrúi lands og þjóðar. Það voru Diljá Pétursdóttir með lagið „Power“ og Langi Seli og Skuggarnir með lagið „OK“ sem að komust áfram í einvígi kvöldsins en fimm lög kepptu til sigurs.

Ríkisútvarpið greinir frá því að aldrei hafi fleiri atkvæði borist í atkvæðagreiðslu Söngvakeppninnar. Atkvæðin voru 260 þúsund talsins. 

Mbl.is sló á þráðinn til Pálma Ragnars Ásgeirssonar, mannsins sem að samdi sigurlagið með Diljá.

Hvernig var kvöldið, hvernig er tilfinningin eftir þetta allt saman?

„Þetta er fyrst og fremst mikið spennufall. Maður er náttúrulega búinn að vera að vinna í þessu bókstaflega síðan í október, nóvember. Þetta ferli er rosa „all consuming“ þannig þetta er dálítið óraunverulegt, það er ekkert hægt að lýsa þessu öðruvísi.“

Diljá endaði á toppnum eftir einvígið gegn Langa Sel og …
Diljá endaði á toppnum eftir einvígið gegn Langa Sel og Skuggunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er kannski einhver einskonar aðskilnaðarkvíði til staðar, að nú sé þessu stigi lokið og eitthvað nýtt þurfi að taka við?

„Sko, ég segi það ekki. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari keppni en eins og ég sagði þá er þetta „all consuming“ og einhverra hluta vegna stressar mig alveg svakalega mikið. Þannig ég er guðslifandi feginn að þetta sé búið, það verður eiginlega bara að orða það þannig,“ segir Pálmi og hlær.

Hann bætir því við að hann sé hæstánægður með þá vinnu sem teymið hafi lagt í þetta, þauhafi ekki geta beðið um farsælli enda.

„Gerum okkar allra besta“

Hvernig horfa næstu mánuðir við ykkur í teyminu?

„Það þýðir lítið að spyrja mig um næstu mánuði núna, ég veit ekki einu sinni hvað ég á að gera út daginn. Ég get örugglega svarað því betur eftir viku, þegar ég veit eitthvað meira hvernig þetta verður. Ég efast ekki um að þetta verði mikið af skemmtilegri og góðri vinnu og við erum klár í þetta, það er ekki flóknara en það.“

Þið eruð klár í að sigra Eurovision?

„Ég ætla ekki að fara í neinar slíkar fullyrðingar en við förum bara út og gerum okkar allra besta og spyrjum svo að leikslokum, segjum það,“ segir Pálmi að lokum.

Diljá mun keppa fyrir hönd Íslands í seinni undankeppni Eurovision þann 11. maí næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson