Diljá vann með miklum yfirburðum

Diljá fagnar sigrinum.
Diljá fagnar sigrinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næstum 70 þúsund heildaratkvæði skildu að sigurlag Söngvakeppninnar, Power, og lagið sem lenti í öðru sæti, OK, á úrslitakvöldinu á laugardaginn.

Power, eftir Pálma Ragnar Ásgeirsson og Diljá Pétursdóttur, fékk samtals 164.003 heildaratkvæði á úrslitakvöldinu en lag Langa Sela og Skugganna, OK, hafnaði í öðru sæti með 95.851 atkvæði, að því er kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Á úrslitakvöldinu gáfu landsmenn lögunum samtals 250.934 atkvæði, 42.377 komu í gegnum smáforritið og 208.557 í gegnum símakosninguna.

Hér eru niðurstöður kosninganna í úrslitunum 4. mars og í undanúrslitunum 18 og 25. febrúar. Einnig er greint frá skiptingu atkvæða dómnefndar á úrslitakvöldinu:

Úrslit 4. mars

Úrslitakeppni Söngvakeppninnar er tvískipt. Í fyrri hlutanum vega atkvæði alþjóðlegrar dómnefndar helming á móti kosningu almennings, en í ár gat almenningur kosið með því að hringja eða senda sms í númer lags eins og venjulega en einnig í gegnum smáforritið RÚV Stjörnur. Tvö stigahæstu lögin komast áfram í einvígi og eru flutt aftur. Þá hefst seinni hlutinn með annarri kosningu á meðal almennings en atkvæði dómefndar og almennings úr fyrri kosningunni fylgja þó báðum lögunum í einvígið.

Niðurstaða fyrri kosningar almennings í úrslitum 4. mars

  1. Diljá - Power: 47.549 atkvæði (38,60%)
  2. Langi Seli og Skuggarnir - OK: 31.557 atkvæði (25,62%)
  3. Celebs - Doomsday Dancing: 17.436 atkvæði (14,15%)
  4. Bragi - Sometimes the world's against you: 14.463 atkvæði (11,74%)
  5. Sigga Ózk - Dancing Lonely: 12.179 atkvæði (9,89%)

Tíu manna alþjóðleg dómnefnd hafði 50% vægi á móti atkvæðum almennings í fyrri kosningunni.

Niðurstaða dómnefndar í úrslitum 4. mars

  1. Diljá - Power: 30.939 atkvæði (25,12%)
  2. Sigga Ózk - Dancing Lonely: 24.350 atkvæði (19,77%)
  3. Celebs - Doomsday Dancing: 23.491 atkvæði (19,07%)
  4. Bragi - Sometimes the world's against you: 22.345 atkvæði (18,14%)
  5. Langi Seli og Skuggarnir - OK: 22.059 atkvæði (17,91%)

Heildarúrslit fyrri kosningar (kosning almennings og atkvæði dómnefndar samanlögð) 4. mars

  1. Diljá - Power: 78.488 atkvæði (31,86%)
  2. Langi Seli og Skuggarnir - OK: 53.616 atkvæði (21,76%)
  3. Celebs - Doomsday Dancing: 40.927 atkvæði (16,61%)
  4. Bragi - Sometimes the world's against you: 36.808 atkvæði (14,94%)
  5. Sigga Ózk - Dancing Lonely: 36.529 atkvæði (14,83%)

Tvö stigahæstu lögin komust þá í hið svokallaða einvígi og hófst þá seinni kosning kvöldsins.

Úrslit seinni kosningar almennings (einvígis) 4. mars

  1. Diljá - Power: 85.515 atkvæði
  2. Langi Seli og Skuggarnir - OK: 42.235 atkvæði

Lagið Power sigraði því einvígið með 43.280 atkvæðum þegar aðeins almenningur kausá milli laganna tveggja. Þá var atkvæðum fyrri kosningar, frá almenningi og dómnefnd, bætt við atkvæðin sem lögin fengu í einvíginu og fengin út lokaúrslit á milli laganna tveggja.

Lokaúrslit Söngvakeppninnar 4. mars

  1. Diljá - Power: 164.003 atkvæði
  2. Langi Seli og Skuggarnir - OK: 95.851 atkvæði

Lagið Power sigraði því keppnina með 68.152 atkvæðum.

Atkvæði dómara

Hér að neðan má sjá hvernig hver dómari kaus en dómarar voru beðnir að raða lögunum í röð eftir gæðum að eigin mati.

Dómari 1

  1. Diljá - Power
  2. BRAGI - Sometimes the world's against you
  3. Sigga Ózk - Dancing Lonely
  4. Celebs - Doomsday Dancing
  5. Langi Seli og Skuggarnir - OK

Dómari 2

  1. Celebs - Doomsday Dancing
  2. Diljá - Power
  3. Sigga Ózk - Dancing Lonely
  4. BRAGI - Sometimes the world's against you
  5. Langi Seli og Skuggarnir - OK

Dómari 3

  1. Diljá – Power
  2. BRAGI - Sometimes the world's against you
  3. Celebs - Doomsday Dancing
  4. Sigga Ózk - Dancing Lonely
  5. Langi Seli og Skuggarnir – OK

Dómari 4

  1. Diljá - Power
  2. BRAGI - Sometimes the world's against you
  3. Sigga Ózk - Dancing Lonely
  4. Langi Seli og Skuggarnir – OK
  5. Celebs - Doomsday Dancing

Dómari 5

  1. Langi Seli og Skuggarnir - OK
  2. Diljá - Power
  3. Celebs - Doomsday Dancing
  4. BRAGI - Sometimes the world's against you
  5. Sigga Ósk - Dancing Lonely

Dómari 6

  1. Sigga Ózk - Dancing Loneley
  2. Diljá - Power
  3. BRAGI - Somtimes the world's against you
  4. Langi Seli og Skuggarnir - OK
  5. Celebs - Doomsday Dancing

Dómari 7

  1. Sigga Ózk - Dancing Lonely
  2. Langi Seli og Skuggarnir – OK
  3. Diljá – Power
  4. Celebs - Doomsday Dancing
  5. BRAGI - Sometimes the world's against you

Dómari 8

  1. Diljá – Power
  2. Celebs - Doomsday Dancing
  3. Langi Seli og Skuggarnir – OK
  4. Sigga Ózk - Dancing Lonely
  5. BRAGI - Sometimes the world's against you

Dómari 9

  1. Diljá - Power
  2. Sigga Ózk - Dancing Lonely
  3. BRAGI - Sometimes the world's against you
  4. Langi Seli og Skuggarnir - OK
  5. Celebs - Doomsday Dancing

Dómari 10

  1. Celebs - Doomsday dancing
  2. Diljá - Power
  3. Langi Seli og Skuggarnir – OK
  4. Sigga Ósk - Dancing Lonely
  5. BRAGI - Sometimes the world's against you

Undanúrslitakvöldin

Tíu lög tóku þátt í keppninni sem hófst á tveimur undanúrslitakvöldum, 18. og 25. febrúar. Fimm lög kepptu á hvoru kvöldi. Eingöngu kosning á meðal almennings ræður úrslitum í undanúrslitunum, engin dómnefnd kýs þau kvöld.

Fyrri undanúrslit - Niðurstaða kosningar almennings 18. febrúar

  1. Diljá - Lifandi inni í mér: 9.605 atkvæði (32,62%)
  2. BRAGI - Stundum snýst heimurinn gegn þér: 7.135 atkvæði (24,23%)
  3. Celebs - Dómsdags dans: 7.133 atkvæði (24,23%)
  4. MÓA - Glötuð ást 3.308 atkvæði (11,24%)
  5. Benedikt - Þora - 2.262 akvæði (7,68%)

Lögin Lifandi inni í mér og Stundum snýst heimurinn gegn þér komust beint í úrslitin en Dómsdags dans var valið „Eitt lag enn” og fékk því einnig sæti í úrslitakeppninni, en aðeins munaði 2 atkvæðum á því og lagi Braga þetta kvöld.

Seinni undanúrslit - Niðurstaða kosningar almennings 25. febrúar

  1. Langi Seli og Skuggarnir – OK: 12.714 atkvæði (33,98%)
  2. Sigga Ózk - Gleyma þér og dansa: 10.024 atkvæði (26,79%)
  3. Úlfar - Betri Maður: 6.862 atkvæði (18,34%)
  4. Silja Rós og Kjalar - Ég styð þína braut: 5.178 atkvæði (13,84%)
  5. Kristín Sesselja - Óbyggðir 2.638 atkvæði (7,05%)

Lögin OK og Gleyma þér og dansa komust beint í úrslitin þetta kvöld.

Nýr valkostur í kosningunni

Eins og áður sagði var almenningi gefinn nýr valkostur í kosningunni en auk þess að geta hringt og sent sms gat fólk kosið í gegnum smáforritið RÚV Stjörnur. Margir nýttu sér þennan valkost í ár.

Á úrslitakvöldinu gáfu landsmenn lögunum samtals 250.934 atkvæði, 42.377 komu í gegnum smáforritið og 208.557 í gegnum símakosninguna.

Í fyrri undanúrslitum var kosið 29.443 sinnum, þar af komu 5.949 atkvæði í gegnum smáforritið og 23.494 í gegnum símakosningu. Í seinni undanúrslitunum var þátttakan meiri en þá fengu lögin samtals 37.416 atkvæði. 5.741 atkvæði kom í gegnum smáforritið og 31.675 í gegnum símakosningu. Hámark var á atkvæðafjölda en aðeins voru talin 20 atkvæði frá hverju númeri í hvert lag í símakosningunni annars vegar og í smáforritinu hinsvegar.

„Framkvæmdastjórn keppninnar þakkar öllum sem komu að keppninni kærlega fyrir allt og óskar Diljá og Pálma Ragnari innilega til hamingju með sigurinn. Nú hefst undirbúningur fyrir ferðlag íslenska hópsins til Liverpool þar sem Eurovision fer fram en Ísland keppir þar í seinni undanúrslitum 11. maí,“ segir í tilkynningunni.

Undir hana skrifar framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar 2023:

Rúnar Freyr Gíslason

Björg Magnúsdóttir

Gísli Berg

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir

Salóme Þorkelsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef aðstæður valda þér óþægindum skaltu endilega endurskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynseminni. Einhver reynir að breyta þér en þú ert ekki á því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef aðstæður valda þér óþægindum skaltu endilega endurskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynseminni. Einhver reynir að breyta þér en þú ert ekki á því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson