„Ég man varla hvað ég heiti“

Katla er einungis 20 ára gömul, en verður 21 árs …
Katla er einungis 20 ára gömul, en verður 21 árs í september. Ljósmynd/Saga Sig

Nýliðin helgi var besta helgi sem Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur upplifað á sinni tuttugu ára lífstíð. Á föstudag hlaut hún sína fyrstu tilnefningu til Edduverðlauna og á laugardag keppti hún með Diljá Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins sem bakrödd.

Eins og flestum landsmönnum er kunnugt stóð Diljá uppi sem sigurvegari í keppninni og er því á leið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verðu í bresku borginni Liverpool í maí. Katla mun fara út með Diljá.

Þannig rættust tveir æskudraumar Kötlu á einni helgi. Eddutilnefning og farmiði á stóra sviðið í Liverpool.

Vildi ekki eyðileggja fyrir Diljá

Katla hefur áður keppt í Söngvakeppninni. Það var í fyrra þegar hún flutti lagið Þaðan af. Hún var þá aðalsöngkona.

Hvernig var að keppa í keppninni í ár, ekki sem aðalsöngkona heldur sem bakrödd?

„Það var ógeðslega gaman. Maður nær að njóta miklu meira af því að ábyrgðin er ekki öll á manni sjálfum. Líka þegar maður sér ekki áhorfendur þá getur maður logið að sjálfum sér að maður sé bara á æfingu. 

Aftur á móti er það mjög stressandi því að ég vil ekki eyðileggja fyrir Diljá. Mér líður eins og ég þurfi að standa mig fyrir hana, það er öðruvísi ef að ég er sjálf á sviðinu því að þá er ég að skemma fyrir sjálfri mér.“

Katla tók þátt í Söngvakeppninni í fyrra með laginu Þaðan …
Katla tók þátt í Söngvakeppninni í fyrra með laginu Þaðan af. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kynntust í Versló

Diljá og Katla kynntust þegar þær voru nemendur við Verslunarskóla Íslands.

Þegar Diljá var á sínu öðru ári í Versló var hún í stjórn Rjómans, sem er nefnd í Versló sem gefur út tónlistar- og skemmtimyndbönd. Hefð er fyrir því að taka fyrsta árs nema inn í nefndina, og var Katla annar tveggja busa sem Diljá og félagar hennar í stjórn völdu.

Hér að neðan má sjá tvö tónlistarmyndbönd sem Rjóminn gaf út þegar Katla og Diljá voru í stjórn. Þær fara á kostum í sitthvoru myndbandinu.

„Once in a lifetime-dæmi“

Þegar Diljá hafði samband við Kötlu um að vera bakrödd í Söngvakeppninni var Katla ekki alveg viss hvort hún ætti að slá til þar sem hún er í námi við Listaháskóla Íslands (LHÍ), en mætingarskylda er í skólanum. Hún hefur þó fengið grænt ljós frá skólanum að fara með Diljá til Liverpool til að taka þátt í Eurovision.

„Í staðinn þarf ég að taka meira val til að vinna upp einingar. Það er eitthvað sem að ég er til í að taka á mig því þetta er „once in a lifetime-dæmi“. Ég er þakklát skólanum fyrir að sýna mér skilning.“

Katla segist vera gríðarlega stolt af vinkonu sinni. Hún hafi lengi vitað að hún myndi ná langt.

„Ég er svo stolt af Diljá. Ég er búin að þekkja hana í nokkur ár og ég hef alltaf vitað hvað hún er ónáttúrulega góð söngkona. Hún er náttúruundur.“

Hópurinn sem kom að atriði Diljár.
Hópurinn sem kom að atriði Diljár. Ljósmynd/Aðsend

Fór að gráta eftir skilaboðin frá mömmu

Á föstudaginn voru tilnefningar til Edduverðlauna opinberaðar. Katla er meðal þeirra tilnefndu, en hún er tilnefnd í flokknum leikkona ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í þáttaseríunni Vitjanir.

Katla fékk skilaboð frá móður sinni þegar hún var í tíma í LHÍ um að hún hafi hlotið tilnefningu. Í kjölfarið brast hún í grát. Hún segist ekki enn vera búin að átta sig á þessu.

„Ég er held ég ekki enn þá búin að átta mig á þessu. Mig hefur dreymt um að verða leikari allt mitt líf. Frá því að ég vissi að Eddan væri til byrjaði þetta að vera draumur hjá mér. Þannig að það að fá þessa tilnefningu, mér er sama ef ég fæ þetta ekki því mér finnst ég vera búin að vinna.“

„Að sjá hvaða konur eru tilnefndar með mér er eitthvað sem að ég á erfitt með að skilja. Þetta eru átrúnaðargoðin mín í leiklist,“ bætir Katla við en tilnefndar með henni eru Aníta Briem, Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, Krist­ín Þóra Har­alds­dótt­ir og Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir.

Katla lék aukahlutverk í þáttaseríunni Vitjanir.
Katla lék aukahlutverk í þáttaseríunni Vitjanir. Ljósmynd/Aðsend

Katla segist ekki hafa þorað að kalla sig leikkonu til þessa, þar sem hún sé ekki útskrifuð úr leiklistarnáminu. Það breyttist með tilnefningunni.

„Eftir að hafa fengið viðkenningu og titil frá einhverjum öðrum þá finnst mér eins og ég mega kalla mig þetta,“ segir Katla.

Enn þá í móki

Eins og segir hlaut Katla tilnefninguna á föstudaginn og var Söngvakeppnin á laugardaginn. Hún segir skrítið að tveir æskudraumar hafi ræst á einni helgi.

„Þetta gerist allt á svo stuttum tíma. Ég er enn þá í einhverju móki. Ég veit ekki hvað er upp og hvað er niður, ég man varla hvað ég heiti. Þetta er allt mjög súrrealískt. 

Þetta eru tveir hlutir sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítil. Þeir rætast sömu helgina. Það er ótrúlega skrítið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal