Gítarleikarinn Gary Rossington er látinn 71 árs að aldri. Rossington var síðasti stofnmeðlimur rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd.
Rossington spilaði á öllum plötum sveitarinnar og var meðhöfundur lagsins Sweet Home Alabama sem kom út árið 1975.
Hann var einnig einn af þeim sem lifaði af flugslys árið 1977, en í því létust nokkrir liðsmenn sveitarinnar.
Rossington hafði glímt við hjartabilun undanfarin ár en hafði þó verið virkur í tónlistarlífinu og spilaði síðast á tónleikum í febrúar.
Greint var frá andláti hans á Facebook-síðu sveitarinnar sem lifir stofnmeðlimi sína.
„Gary er nú kominn til Skynyrd-bræðra sinna og fjölskyldu sinnar á himninum og spilar fallega, eins og hann gerði alltaf,“ segir í færslunni.
Ekki var greint frá dánarorsök en vitað er til þess að Rossington hafi farið í hjartaaðgerð árið 2021.