Hætt á Instagram

Billie Eilish hefur nú eytt öllum samfélagsmiðlaforritum úr símanum sínum.
Billie Eilish hefur nú eytt öllum samfélagsmiðlaforritum úr símanum sínum. AFP

Tónlistarkonan Billie Eilish hefur eytt öllum samfélagsmiðlaforritum úr símanum sínum og segist vera „hamingjusamari en nokkru sinni fyrr.“

Eilish, sem er með yfir 110 milljónir fylgjenda á Instagram, er viðmælandi í væntanlegum hlaðvarpsþætti Conan O'Brien. Í þættinum ræða þau um samfélagsmiðla, en hún segir það hafa verið stórt skref fyrir sig að eyða þeim úr síma sínum. 

Í hlaðvarpinu segist Eilish þakklát fyrir að hafa ekki alist upp við það að vera stanslaust í iPad og á netinu. „Ég átti æsku, og ég var alltaf að gera eitthvað. Svo þegar ég varð unglingur þá komu iPhone-símarnir,“ sagði hún.

„Ég trúi öllu sem ég les á netinu“

Eilish segir aðra ástæðu fyrir því að hafa ákveðið að eyða samfélagsmiðlaforritum vera að henni líki ekki við að horfa á myndir af sjálfri sér. 

„Það er hitt sem fer í taugarnar á mér við netið, hversu auðtrúa það gerir þig. Ég trúi öllu sem ég les á netinu. Ég veit fyrir víst að það er heimskulegt, og ég ætti ekki að gera það vegna þess að ég hef sannanir fyrir því að það sé ekki satt,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal