Ísland klifrar upp í veðbönkum

Diljá Pétursdóttir trítlar upp í veðbönkum.
Diljá Pétursdóttir trítlar upp í veðbönkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland klifraði upp um tvö sæti í veðbönkum um helgina og situr nú í 26. sæti Eurovision World, sem reiknar saman spár helstu veðbanka fyrir Eurovision-söngvakeppnina. Um helgina réðst hvert framlag okkar Íslendinga verður í keppninni í ár, lagið Power í flutningi Diljár Pétursdóttur.

Á undanförnum vikum hefur Ísland flakkað á milli sæta 32 og 30, en þegar lá fyrir hvaða lög yrðu flutt á úrslitakvöldinu komst landið upp í 28. sæti. 

Vinningslíkurnar eru þó enn ekki ýkja miklar, undir 1%.

Skandínavísk sveifla

Hinum Norðurlöndunum er spáð talsvert betra gengi í keppninni að svo stöddu, að undanskildum Dönum sem er spáð 28. sæti. 

Svíþjóð, sem ekki hefur enn valið framlag sitt til keppninnar, er spáð sigri. Líklegt þykir að söngkonan Loreen verði fulltrúi landsins, en hún er Eurovision-heiminum vel kunn. Vann hún Eurovision árið 2012 með lagið Euphoria. 

Finnum er spáð öðru sæti, en Käärijä er fulltrúi landsins og flytur hann sannkallað partílag, Cha Cha Cha. 

Norðmönnum er svo spáð 5. sætinu, en framlag þeirra í ár er lagið Queen of Kings í flutningi Alessöndru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef aðstæður valda þér óþægindum skaltu endilega endurskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynseminni. Einhver reynir að breyta þér en þú ert ekki á því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef aðstæður valda þér óþægindum skaltu endilega endurskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynseminni. Einhver reynir að breyta þér en þú ert ekki á því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson