Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrverandi hönnuður hjá Twitter, deildi nýverið mynd af sér á Twitter í sínu fínasta pússi með yfirskriftinni: „Verð að líta vel út fyrir þessi atvinnuviðtöl.“
Af tístinu að dæma virtist Haraldur vera á leið í atvinnuviðtal, en tístið sendi hann út í kjölfar umfangsmikilla uppsagna hjá Twitter.
Um helgina bætti Haraldur fyrirvara við tístið þar sem hann tók skýrt fram að atvinnuviðtalið hafi verið djók. „Að ráði lögfræðinga minna þarf ég að segja að þetta átti að vera djók. Ég er ekki í atvinnuviðtölum að svo stöddu.“
On the advice of my lawyers I need to say that this was supposed to be a joke. I am not interviewing for jobs at this time.
— Halli (@iamharaldur) March 4, 2023
Orðaskipti milli Elon Musk, forstjóra Twitter, og Haralds Þorleifssonar hafa vakið mikla athygli síðastliðin sólahring.
Í tísti sem Haraldur birti í gær segir hann að lokað hafi verið á aðgang hans í vinnutölvu hjá Twitter fyrir níu dögum. Þá kvaðst hann ekki hafa fengið upplýsingar um hvort hann væri enn starfsmaður hjá fyrirtækinu.
Í nótt brást Musk við tístum Haralds, en viðbrögð hans voru vægast sagt kaldranaleg.