Biður um frið

Bruce Willis greindist með heilabilun.
Bruce Willis greindist með heilabilun. AFP/Angela Weiss

Emma Hem­ing Will­is, eig­in­kona leik­ar­ans Bruce Will­is, hef­ur óskað eft­ir því að blaðaljós­mynd­ar­ar láti eig­in­mann henn­ar í friði. Vís­ar hún þar til ný­legr­ar frétt­ar sem birt­ist í banda­rísk­um slúðurmiðlum með myd­um af Will­is. 

Leik­ar­inn er með heila­bil­un og greindi fjöl­skylda hans frá því fyr­ir nokkr­um vik­um síðan. Eig­in­kona hans sagði höggið þungt fyr­ir fjöl­skyld­una sem enn væri að fóta sig í nýj­um veru­leika. 

„Ef þú hef­ur staðið í þeim spor­um að vera aðstand­andi mann­eskju með heila­bil­un, þá veistu hversu erfitt og kvíðavald­andi það get­ur verið að reyna að fá ein­hvern út úr húsi og ferðast um á ör­ugg­an hátt, jafn­vel bara að fara og fá sér kaffi,“ sagði Hem­ing Will­is í mynd­bandi á In­sta­gram. 

Blaðaljós­mynd­ar­ar tóku mynd­ir af leik­ar­an­um úti á götu með tveim­ur vin­um sín­um í Santa Barbara á dög­un­um. „Ég veit að þetta er vinn­an ykk­ar, en haldið ykk­ur á mott­unni. Ekki öskra á eig­in­mann minn, spyrja hvernig hann hafi það og eitt­hvað. Hróp­in og köll­in, sleppið þessu. Leyfið hon­um að vera í friði. Leyfið fjöl­skyld­unni eða hverj­um sem er með hon­um þann dag­inn að koma hon­um ör­ugg­lega frá A til B. Það er mín til­kynn­ing til ykk­ar,“ sagði Hem­ing Will­is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ef þú kannt að meta það sem þú hefur, gera aðrir það líka. Notaðu tækifærið og annastu verkaskiptingu milli þín og ástvinar. Leyfðu sköpunargáfunni að njóta sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ef þú kannt að meta það sem þú hefur, gera aðrir það líka. Notaðu tækifærið og annastu verkaskiptingu milli þín og ástvinar. Leyfðu sköpunargáfunni að njóta sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir