Byrjaði að lýsa leikjum en varð svo miklu meira

David Gorman, meðeigandi og stofnandi Beyond The Summit.
David Gorman, meðeigandi og stofnandi Beyond The Summit. Ljósmynd/Liquipedia

Móts­hald­ar­inn Beyond The Summit hef­ur sagt skilið við rafíþrótta­sen­una og eft­ir um 11 ár verður skrif­stof­um lokað og öllu starfs­fólk­inu sagt upp.

Beyond The Summit hef­ur haldið mót í Coun­ter-Strike, Super Smash Bros og Dota 2 svo eitt­hvað sé nefnt.

Ástæðan fyr­ir þessu eru fjár­hags­leg­ir örðug­leik­ar og vilja stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins frek­ar hætta núna og greiða öllu starfs­fólki sínu laun en að keyra fé­lagið í þrot.

Fal­leg saga

Fyr­ir um 11 árum síðan ákvað maður að nafni Dav­id „LD“ Gorm­an að lýsa keppni í tölvu­leikn­um Dota. Lítið vissi hann þá að þetta myndi breyta lífi hans. Rúm­lega ári eft­ir að hann byrjaði að lýsa Dota leikj­um var hann mætt­ur til Kali­forn­íu að stofna Beyond The Summit með fé­laga sín­um.

Þeir höfðu enga reynslu af því að reka fyr­ir­tæki og því var fyrsta árið erfitt, þeir settu allt í söl­urn­ar að gera þetta vel og fengu tvo vini sína til þess að aðstoða sig og árið 2014 var haldið fyrsta Summit-mót sög­unn­ar.

Ári síðar voru þeir bún­ir að halda þrjú mót. Mót­in gengu vel og á nokkr­um árum fóru fé­lag­arn­ir úr því að búa á gólf­inu í það að eign­ast hús og skrif­stof­ur. Á ár­un­um 2015-2018 voru hald­in yfir tutt­ugu mót og millj­ón­ir áhorf­enda horfðu á þau. 

Dav­id Gorm­an gaf út til­kynn­ingu til fjöl­miðla að eft­ir tvær vik­ur myndi öll starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hætta, en starfs­fólk Beyond The Summit fær þess­ar tvær vik­ur greidd­ar sem og sjúkra­trygg­ing­ar í Banda­ríkj­un­um út apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant