Byrjaði að lýsa leikjum en varð svo miklu meira

David Gorman, meðeigandi og stofnandi Beyond The Summit.
David Gorman, meðeigandi og stofnandi Beyond The Summit. Ljósmynd/Liquipedia

Mótshaldarinn Beyond The Summit hefur sagt skilið við rafíþróttasenuna og eftir um 11 ár verður skrifstofum lokað og öllu starfsfólkinu sagt upp.

Beyond The Summit hefur haldið mót í Counter-Strike, Super Smash Bros og Dota 2 svo eitthvað sé nefnt.

Ástæðan fyrir þessu eru fjárhagslegir örðugleikar og vilja stjórnendur fyrirtækisins frekar hætta núna og greiða öllu starfsfólki sínu laun en að keyra félagið í þrot.

Falleg saga

Fyrir um 11 árum síðan ákvað maður að nafni David „LD“ Gorman að lýsa keppni í tölvuleiknum Dota. Lítið vissi hann þá að þetta myndi breyta lífi hans. Rúmlega ári eftir að hann byrjaði að lýsa Dota leikjum var hann mættur til Kaliforníu að stofna Beyond The Summit með félaga sínum.

Þeir höfðu enga reynslu af því að reka fyrirtæki og því var fyrsta árið erfitt, þeir settu allt í sölurnar að gera þetta vel og fengu tvo vini sína til þess að aðstoða sig og árið 2014 var haldið fyrsta Summit-mót sögunnar.

Ári síðar voru þeir búnir að halda þrjú mót. Mótin gengu vel og á nokkrum árum fóru félagarnir úr því að búa á gólfinu í það að eignast hús og skrifstofur. Á árunum 2015-2018 voru haldin yfir tuttugu mót og milljónir áhorfenda horfðu á þau. 

David Gorman gaf út tilkynningu til fjölmiðla að eftir tvær vikur myndi öll starfsemi fyrirtækisins hætta, en starfsfólk Beyond The Summit fær þessar tvær vikur greiddar sem og sjúkratryggingar í Bandaríkjunum út apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal